Úrval - 01.02.1979, Page 84
82
ÚRVAL
Larry Shannon var 82 ára, konan hans 80 ára. Þegar
snjóveðnð skall á þau í fjöllunum, hófst löng og
einmanaleg bið.
, ,ÉG FER EKKI
FRÁ
ÞÉR, EMMA’ ’
— Emily og Pcr Ola d’Aulairc —
A\ /T\ /Tn A\
VK
*
*
*
*
*
AÐ VAR sólbjartur
febrúarmorgun í Suður-
Kaliforníu, og Larry og
Emma Shannon voru í
sólskinsskapi. Þau höfðu
verið á ferðalagi í nærri sjö metra
löngum húsbíl sínum í næstum fjóra
mánuði; höfðu heimsótt dóttur sína í
Flórída og voru nú á leið til annarrar
dóttur, Patti, í Modesto. Þau ætluðu
að vera á rólinu marga mánuði í
voðbót, áður en þau sneru aftur heim
til Michigan.
Daginn áður hafði Larry haldið
upp á áttugasta og annan afmælis-
daginn sinn, en Emma var tveimur
árum yngri. Þau höfðu verið gift í 52
ár. Þegar börnin þeirra sex voru
uppkomin, hætti Larry að vinna —
hann hafði verið suðumaður — og
þau tóku að ferðast. Svo tók heilsu
Emmu að hraka, og nú var hún orðin
ósjálfbjarga að verulegu leyti. Larry
hugsaði alfarið um hana og reyndi að
viðhalda kæti hennar líka.
Dag einn 1974, þegar þau sátu og
spjölluðu saman heima hjá sér í
Grand Rapids, varð Larry allt í einu
alvarlegur. „Emma,” sagði hann.
,,Það er fáránlegt að húka hér og bíða
eftir því hvort þarf fyrr á grafaranum
að halda. Við skulum fá okkur húsbíl
og skoða landið almennilega.
Larry var írskur að uppruna,