Úrval - 01.02.1979, Side 92

Úrval - 01.02.1979, Side 92
90 ÚRVAL stundir, en það tekur einn til tvo sólarhringa að verða fyllilega samur aftur. Smáir skammtar geta valdið skynvillum, skert öryggi hreyfinga, málleysi, skorti á einbeitingu, köfnunartilfinningu, vesaldómi og tilfinningaleysi. Neytandinn getur brennt sig eða meitt á annan hátt án þess að finna fyrir því. Áhrifín eru mjög breytileg, en það er ógerlegt að vera viss um að taka „réttan” skammt og njóta góðra áhrifa. Krakkar hafa drepið eftir mjög litla neyslu. Sígengir neytendur (þeir sem taka lyfíð minnst þrisvar í viku í þrjá mánuði) verða fyrir minnis- og máltapi, sem stendur sex mánuði til ár, verða fyrir óútreiknanlegum geðsveiflum, þunglyndi, kvíða og fá ofbeldisköst. Dæmi eru til þess, að það hafi tekið neytendur fimm ár að ná sér. Neytendur, sem fá ofbeldis- áhrif — „barsmíðatilfelli” á götumáli — halda að þeir séu ofurmenni og yfírnáttúrlega sterkir. ,,Þegar ég heyri að það hafi þurft sex menn til að halda einhverjum niðri, veit ég að þar er PCP,” segir Aronow. Lyfið afbakar tilfinningu fyrir hreyflngu og rúmi. Neytendur greina ekki hvað snýr upp og hvað niður, og drukknanir eru algengar. I einu tilfelli tók lögreglan í Kaliforníu konu fyrir undarlegan akstursmáta. Hún var látin fara ein í sturtu meðan gengið var frá skýrslu hennar, á meðan drukknaði hún í nokkrum sentimetrum vatns í sturtuskálinni. Aðrir PCP neytendur hafa gengið fyrir björg, hoppað út úr háum húsum eða orðið fyrir bíl af því þeir gengu á miðri akbrautinni. Vitaskuid fá ekki allir neytendur krampa eða verða vitlausir og reyna að drepa. Sumir hafa tekið PCP reglulega árum saman án nokkurra slæmra áhrifa, en fá svo allt í einu ,,slæma ferð”, aðrir fá góða ,,ferð” einn daginn en vonda þann næsta. Mest hætta er búin litlum börnum, sem yfirleitt hafa ekki mikið mótstöðuafl. Aronow hefur með- höndlað 38 börn undir átta ára aldri — fimm af þeim innan við ársgömul. Öll lifðu þau af, en sum vom mjög hætt komin. Veldur langvarandi neysla heila- skemmdum, eins og flestir aðrir vímugjafar? Um það eru læknar ekki sammála. Lyfið hefur ekki verið í nógu almennri notkun nógu lengi, né nógu mikið rannsakað, til þess að dæma um það. Mesti vandinn er sá, hve auðvelt er að afla þess. ,,Sá, sem getur fylgt uppskrift í matreiðslubók, getur búið til PCP,” segir Robert E. Willette, yfirmaður tæknirannsóknadeildar NIDA. Efnin í það eru auðfengin hjá flestum meiri háttar efna- framleiðendum. Þess vegna hagnast framleiðendur og seljendur mjög vel, þótt verðinu sé stillt í hóf. Fæstir táningar hafa efni á að kaupa kókaín, en sígaretta („nagli”) með maríjúana og PCP er fáanlegur fyrir allt niður í 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.