Úrval - 01.02.1979, Qupperneq 93
,, ENGLAR YK'' — MORDINGINN ÓÚTREIKNANLEGI
91
dollara og dugar fimm unglingum til
,,ferðar”.
Unnið er nú að ráðstöfunum til að
draga úr dreyfingu og neyslu PCP.
Lögð hefur verið fram tillaga um að
stórhækka viðurlögin við dreifingu og
sölu, og framundan er viðamikil
fræðsluáætlun í skólum, til að kynna
hættuna af neyslu PCP. NIDA mun
verja til þess einni milljón dollara í ár
(1979) að fá nákvæmari upplýsingar
um útbreiðslu og notkun PCP, tíðni
slæmra viðbragða, líffræðilegar
aukaverkanir og finna leiðir til að
hamla gegn neyslu þess. Nú þegar er
hafin umfangsmikil herferð í
sjónvarpsauglýsingum, þar sem
átrúnargoð unglinga, Robert Blake,
sem leikur í sjónvarpsþáttunum
„Baretta” varar unglingana við: ,,PCP
er afleitt. Það er skröltormur og það
drepur ykkur. Komið ekki nálægt
því.” ★
Konan mln og ég erum bæði í skóla. Nýlega eignuðumst við
okkar fyrsta bam, og það er nú þannig með börn, að það sem að þeim
iýtur verður ekki keypt með afborgunum. Kvöld eitt, þegar snáðinn
var á öðrum mánuði, sátum við og ræddum fjárhagskröggur okkar,
þegar sonurinn heimtaði bleyjuskipti. Um leið og móðir hans laut
yfir vögguna, heyrði ég hana segja f gælutón: ,,Hér er nú það eina á
heimilinu, sem ekki er í skuid og það lekur! ’ ’
R.E. Coleman.
Þótt systir mín eigi heima fremur stutt frá mér, leið oft langt milli
þess að við hittumst. Mamma spurði alltaf í bréfum sfnum tii okkar:
,,Hvað er langt síðan þú hefur hitt systur þfna?”
Eftir að hún fékk svarið ,,þrjár vikur,” tók hún til sinna ráða. Við
systurnar fengum sitt bréfið hvor, sama daginn. Ég fékk öll jöfnu
blaðsíðutölin, systir mfn oddatölurnar. Við hittumst samdægurs.
Helen Livingstone
Ég trúi ekki á góðgerðastarfsemi, en ég trúi á þörfína til að endur-
vekja viljann til verka í brjóstum mannanna, þegar verk þeirra hljóta
verðuga umbun.
Ég tel að eina frambærilega góðgerðastarfsemin sé sú að hjálpa
manninum til að hjálpa sér sjálfur.
Ég tel að ég geti ekki gert heiminum betra en að skapa meiri
vinnu fyrir fleiri menn á hærra kaupi.
Henry Ford