Úrval - 01.02.1979, Síða 106
/
104
þangað til við gátum þekkt þau hvert
frá öðru af aðeins einni línu eða
tveimur.
Með sérhverju spori sagði Úlfur
Sem Læðist okkur frá dýrinu, sem
skildi það eftir sig, af hvaða stofni
það væri, og hves vegna slððin væri
svo sem raun bar vitni. Hann sagði
okkur hvers vegna indjánarnir setja
hvorn fðtinn fram fyrir annan í beina
línu, þegar þeir ganga. Ekki gerðist
þetta á einni nóttu, hcldur dreifðist á
mánuði og jafnvel ár. Það varð okkur
ástríða að rekja spor. Við röktum
slóðir hvar scm við fórum. Þegar við
höfðum horft á eitthvað kvikt, fórum
við alltaf þangað aftur seinna og
skoðuðum slóðirnar og bárum þær
saman við þá hegðun, sem við höfum
séð til viðkomandi dýrs.
Ég þreyttist aldrei á þessu. Mig
langaði að geta gert það sem Úlfur
Sem Læðist hafði gert, að geta rakið
slóðir og séð fyrir mér það sem gerst
hafði jafn örugglega og ég hefði getað
séð fortíðina sjálfa.
Við tveggja akbrauta steinsteypu-
veginn, sem var merkilegasta hrað-
brautin í nágrenninu, var kjötbúð þar
sem kjötkaupmaðurinn reykti sjálfur
kjötið sitt. Við Rick fórum oft þangað
og lærðum af honum, þegar við
vorum farnir að fikta við að stoppa
upp dýr, en einkum vomm við hrifnir
af þessum stað vegna þess að skammt
frá dymnum var skiki, sem þornaði
aldrei alemennilega. Þar mátti sjá
marga slóðina.
Við sátum gjarnan til hliðar og
ÚRVAL
horfðum á viðskiptavin hverfa inn. Þá
þutum við til og röktum slóð hans
yfir raka blettinn, og reyndum að sjá
hvar hann hafði hikað eða vikið sér til
eða bundið skóreimarnar sínar. Við
teiknuðum sporið og merktum það
með athugasemdum, svo sem:
„Meiddur á fæti, haltrar.” Eða:
, ,Feitur og útskeifur. ’ ’
í skóginum bjuggum við sjálfir til
spor þar sem við rákumst á nýja
tegund jarðvegs og settum lítil merki
við þau. I hvert sinn sem við áttum
leið hjá skoðuðum við gömlu sporin
okkar til að vita hvernig veðrið og
tíminn breytti þeim. Við áttum til að
dvelja heilan dag við að sjá slóð
fyrnast: Gerðum spor á jörðina og
sátum svo og horfðum á það þorna og
hverfa, ögn fyrir ögn, og þurrkast út
með vindinum. Stundum settum við
niður staura og girðingu umhverfis til
að halda dýrunum frá, og
rannsökuðum breytingar sporanna 1
nokkra mánuði.
Þegar við biðum eftir því að
eitthvert dýr kæmi í Ijós, var um að
gera að vera cindreginn hluti af
landslaginu, löngu áður en dýrið
kæmi fram. Þá gerðum við kannski
spor á jörðina með dádýrsfæti, sem
við bárum á okkur, og horfðum á það
rýrna í svo sem tvo tíma. Við og við
settum við annað spor hjá því svo við
hefðum samanburðinn á tíma-
lengdinni og hvort sporin yrðu
einlægt fyrir samskonar breytingum.
Við vorum alltaf að þessu.
Við röktum eigín sporaslóðir. Við