Úrval - 01.02.1979, Page 123
Þegar kom fram á mánudag voru
þyrla, nokkri sporhundar, um 50
lögreglumenn, slökkviliðsmenn og
sjálfboðaliðar, farnir að leita hans.
Blöðin fluttu fréttir af fávitanum,
sem týndur var í skóginum og velti
vöngum yfir möguieikum hans til að
lifa af kaldar næturnar. Það var rétt
komið fram í maí, en veðrið var
eins og tíðkast síðast í mars, og
tvívegis komst hitinn niður undir
frostmark. Oft rigndi. Á fjórða degi,
miðvikudegi, höfðu leitarmenn gefist
upp, þótt leitinni væri enn ekki
formlega hætt.
Ég frétti af leitinni þann morgun
og gaf mig fram við lögregluna til að
bjóða aðstoð mína. Ég hitti fyrir
lögregluforingja, sem sagðist vera
þakklátur fyrir alla þá aðstoð, sem
hann gæti fengið.
,,En um 500 menn hafa þegar
leitað,” sagði hann. „Það eru ekki
miklar líkur að þér gangi betur.
Þeir fengu mér kort með húsinu á;
lágin fyrir neðan og malargryfja
suðvestur af því höfðu verið
þaulleitaðar. Ég sagðist þurfa að sjá skó
af honum og bað svo um að fá að sjá
slóð eftir hann. I ljós kom, að slóð
hafði aldrei fundist. Ég var fluttur að
malarvegi skammt þar frá sem einn
nágranninn hafði síðast séð Tomma.
Það fór að rigna aftur, og ég var
skilinn eftir einn. Fyrst gekk ég fram
og aftur bak við heimili Tomma í leit
að slóð. I annarri ferð þvert yfír
landareignina fann ég hana.