Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 8
Fr
ét
ta
m
ol
ar
Tveir nýir stjórnarmeðlimir í stjórn Fíh
Tveir nýir meðlimir voru kjörnir í stjórn Fíh fyrir starfsárið 2024-2025 á aðalfundi félagsins, sem haldinn var
á Grand Hótel Reykjavík, þann 16. maí síðastliðinn. Þegar aðalfundi lauk stillti nýja stjórnin sér upp fyrir
myndatöku þar sem ritstýran náði þessu glaðlega augnabliki.
Þess má geta að á aðalfundinum voru einnig tveir nýir kjörnir í ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga;
Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman í almennu ritnefndina og Herdís Sveinsdóttir í ritnefnd ritrýndra
greina. Þær komu inn í staðinn fyrir Pál Biering (ritnefnd ritrýndra greina) og Þórunni Sigurðardóttur
(almennu ritnefnd) sem við viljum þakka góð störf síðastliðin tvö ár.
Karlmenn í hjúkrun hittumst á Petersen svítunni
Karladeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samstarfi við Fíh, blés til hittings á Petersen svítunni
fimmtudagskvöldið 23. maí þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og nemar í hjúkrun voru hvattir til að láta sjá sig.
Gleðin réði ríkjum og góð mæting skapaði frábæra stemningu hjá hópnum en tilgangurinn með hittingnum var
einfaldlega að hittast, ræða saman og stuðla að áframhaldandi aukningu karla í hjúkrunarfræði sem við vonum
svo sannarlega að verði raunin.
Stjórn Fíh 2024-2025. F.v. Hulda Björg Óladóttir, Þórdís Hulda Tómasdóttir, Ásdís M.
Finnbogadóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Bryndís Rut Logadóttir, Kristófer Kristófersson
(varamaður), Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, Gunnhildur H. Blöndal (varamaður)
og Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir.
Hjúkrunarþing 2024
Hjúkrun við lífs
Fimmtudaginn 3. október
The Reykjavík EDITION
Takið daginn frá
lok