Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 9
7Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Molar Markmið lagabreytinganna er að: • auka öryggi sjúklinga • efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins • fækka alvarlegum atvikum • skýra og auka réttaröryggi heilbrigðisstarfsfólks Hvað þýða þessi nýsamþykktu lög fyrir hjúkrunarfræðinga? • Stærsta breytingin er að áður var ekki hægt að ákæra heilbrigðisstofnanir ef atvik áttu sér stað innan þeirra. • Í nýju lögunum er nú heimild til þess að láta heilbrigðisstofnun bera refsiábyrgð. • Nýju lögunum er ætlað að minnka líkur á að heilbrigðisstarfsfólk sé ákært. • Ákæruvald getur samt sem áður áfram sótt heilbrigðisstarfsfólk til saka. • Fíh áréttar mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingur sem kallaður er til viðtals vegna atviks eða kvörtunar leiti til félagsins þar sem Fíh veitir stuðning og ráðgjöf í slíkum málum. Ráðstefna ICN í Helsinki í júní 2025 Ráðstefna Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) árið 2025 verður haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 9.-13. júní. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2001 sem ICN heldur ráðstefnu á Norðurlöndunum. Fíh hvetur hjúkrunarfræðinga til að missa ekki af þessu frábæra tækifæri til að heimsækja Helsinki og að setja ráðstefnu ICN í ráðstefnudagatal næsta árs. Vert er að vekja athygli á því að þessi ráðstefna er styrkhæf í starfsmenntunarsjóð Fíh. Þema ráðstefnunnar 2025 er „Kraftur hjúkrunarfræðinga til að breyta heiminum“ (e. The Power of Nurses to Change the World). Líkt og á fyrri ráðstefnum ICN gefst hjúkrunarfræðingum kostur á að víkka tengslanet sitt, læra hver af öðrum og kynnast leiðtogum í hjúkrun frá öllum heimshornum. Ekki láta þessa spennandi ráðstefnudaga í Helsinki fram hjá þér fara. Nýsamþykkt lög um refsiábyrgð í hnotskurn Í desember 2023 samþykkti Alþingi frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsókn alvarlegra atvika. Hjúkrunarþing 2024 Hjúkrun við lífs Fimmtudaginn 3. október The Reykjavík EDITION Takið daginn frá lok

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.