Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 19
17Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Þrettánda þing Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norður- löndunum var haldið í Reykja- vík dagana 6.–9. júlí 1970. Fimmtíu ára afmælishátíð, yfir 700 þátttakendur og mikið um dýrðir. Hjúkrun í brennidepli var umræðu- efni þingsins og Elín Eggerz Stefánsson var aðalfyrirlesari. Þar leggur hún áherslu á mikilvægi þess að hjúkrun sé starf hugar, hjarta og handar. Veltir upp spurningum hvert stéttin stefni, framtíðarþróun, menntun hennar og mikilvægi gagnreyndra aðferða. Elín Eggerz lauk hjúkrunarnámi við The Royal Surrey County Hospital, School of Nursing í mars árið 1952 og B.S.-gráðu við University of Washington Seattle árið 1961. Í millitíðinni hafði hún lokið fyrri hluta ljósmæðranáms við Hackney Hospital í London og framhaldsnámi í hjúkrunarkennslu við Svensk Sjuksköterskeforeningens Institut för Högre Utbilding í Stokkhólmi, ásamt því að starfa við sitt fag á Landspítala, Akureyri, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Vífilsstöðum og við Hjúkrunarskóla Íslands. María Pétursdóttir, formaður Hjúkrunarfélags Íslands, hafði í þriðja tölublaði árið 1967 vakið athygli á 5. skýrslu sérfræðinganefndar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um hjúkrunarmál er kom út árið 1966 þar sem segir að „öll menntun hjúkrunarkvenna, bæði grunn- og framhaldsmenntun verði, eins fljótt og unnt er, innan vébanda æðri menntastofnana landsins.“ Í maí árið 1970 kemur til landsins að tilhlutan landlæknis, sem var formaður skólanefndar Hjúkrunarskóla Íslands, dr. Maria P. Tito de Moraes, yfirmaður hjúkrunardeildar Evrópusvæðis (WHO). Þorbjörg Jónsdóttir skólastjóri, María Pétursdóttir formaður HFÍ og Elín Eggerz höfðu veg og vanda af dagskránni. Menntamálaráðuneytið skipaði síðan þann 6. nóvember árið 1970 nefnd til að kanna möguleika á hjúkrunarnámi á háskólastigi þ.e.a.s. grunnnámi og framhaldsmenntun hjúkrunarkvenna innan háskóla. Þorbjörg Jónsdóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands, var formaður nefndarinnar en hana skipuðu María Pétursdóttir formaður Hjúkrunarfélags Íslands, Elín Eggerz Stefánsson hjúkrunarkona tilnefnd af menntamálaráðuneytinu, Snorri Páll Snorrason læknir tilnefndur af Háskóla Íslands og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Niðurstöður nefndarinnar birtust í Tímariti Hjúkrunarfélags Íslands, fyrsta tölublaði, árið 1972. Í sama blaði birtist grein um að fulltrúi WHO Evrópudeild dr. Vera Maillart hafi komið hingað að ósk skólanefndar Hjúkrunarskóla Íslands. Elín brann fyrir menntunarmálum stéttarinnar, var þar bæði stefnuföst og rökvís og taldi að líta þyrfti á þau heildstætt. Í 2. tölublaði tímaritsins árið 1974 setur hún fram tillögur sínar um menntun hjúkrunarmannaflans, þær tillögur tengdust veru hennar í nefnd er vann að undirbúningi frumvarps til laga um hjúkrunarmenntun. Fjölbrautaskólar eru þá að hefja starfsemi og sýn menntamálaráðuneytisins sú að hjúkrunarnám ætti þar vel heima. Kennaradeild félagsins var nýstofnuð og deildi ekki þeirri sýn fremur en félagið sjálft. Undirrituð var formaður í deildinni, þar var oft hart tekist á, þannig að óhörðnuðum kennara þótti nóg um. En markmiðið var öllum ljóst. Elín var í undirbúningsnefnd er vann að námi í kennslu og uppeldisfræði fyrir hjúkrunarfræðinga í Kennaraháskóla Íslands árin 1977–1979. Námið var mikil lyftistöng fyrir hjúkrun. Nefndarstörfum fyrir Hjúkrunarfélagið gegndi hún fjölmörgum, sat í stjórn þess og ritstjórn ásamt að vera fulltrúi félagsins hjá BSRB. Einnig var Elín í nefnd á vegum Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum þar sem verið var að vinna að rannsóknum í hjúkrun. Elín sat í heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og var einnig formaður heilbrigðismálaráðs bæjarins. Hún kynnti sér mál, skrifaði greinar, var hreinskiptin og skoðanaföst. Elín las mikið og áhugi hennar á málefnum stéttarinnar hélst óbreyttur. Ég tók viðtal við Elínu fyrir nokkrum árum, þar kom glöggt í ljós að neistinn var enn til staðar, þrátt fyrir að vera á tíræðisaldri. Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannan. Fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan, plöntum, vökvum rein við rein ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggjum saman. Matthías Jochumsson Með Elínu er gengin einn af brautryðjendum okkar stéttar. Hafi hún heila þökk fyrir. Sigþrúður Ingimundardóttir. Elín Eggerz Stefánsson fædd 6. mars 1926 dáin 8. nóvember 2023 Brautryðjandinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.