Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 28
Viðtal 26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 „Heilsugæslan er frábær vinnustaður“ Eftir útskrift fyrir 30 árum starfaði Jórlaug í nokkur ár á hjartadeild, slysadeild og barnadeild. Hún flutti svo til Kaupmannahafnar þar sem hún tók meistaragráðu, flutti aftur heim til Íslands árið 2004 og fór þá að starfa á Lýðheilsustöð sem var þá ný stofnun. „Þar starfaði ég að lýðheilsuverkefnum með sveitarfélögum og heilsugæslunni til ársins 2012 þegar Lýðheilsustöð rann inn í Embætti landlæknis en þá fór ég að sinna öðrum verkefnum sem tengdust heilbrigðisþjónustunni. Minnisstæðast hvað hjúkrunarfræðingar voru fljótir að stökkva til Tíminn leið og árið eftirminnilega rann upp. „Þegar covid- faraldurinn skall á árið 2020 var ég lánuð yfir til heilsugæslunnar til að sinna ýmsum verkefnum og þar á meðal sýnatökum á Keflavíkurflugvelli. Á þessum tíma réð ég mig til starfa á Þróunarmiðstöð og var svo lánuð þaðan í bólusetningar í Laugardalshöll,“ útskýrir Jórlaug og það er örugglega flestum í fersku minni hvað bólusetning heillar þjóðar var umfangsmikið verkefni og hvað hjúkrunarfræðingar voru áberandi í því. Nú þremur árum síðar er farið að fenna í covid-sporin og áhugavert að heyra hvað Jórlaugu finnst standa upp úr eða hefði mátt gera betur? „Mér er minnisstæðast hvað allir unnu vel saman að þessu verkefni og hvað hjúkrunarfræðingar voru fljótir að stökkva til þegar það vantaði að manna vaktir, til dæmis við bólusetningar eða blöndun bóluefna. Það komu hjúkrunarfræðingar alls staðar að, þetta var samvinnuverkefni margra aðila og allir lögðust á eitt sem gerði það að verkum að þetta gekk eins vel og raun ber vitni,“ segir hún og við höldum áfram að ræða heimsfaraldurinn og spyrjum Jórlaugu hvað henni hafi fundist taka mestum framförum á þessum fordæmalausu tímum? „Tæknin tók risastór skref,“ segir hún án þess að hugsa sig um og bætir við að Embætti landlæknis ásamt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi þar verið í fararbroddi. Hún segist aðspurð ekki sakna þessa tíma en tækniframfarir og samtakamáttur allra sem að þessu stóra verkefni komu situr eftir. Mikilvægt að skipuleggja þjónustuna heildstætt Við vindum við okkur í aðra sálma sem snúa að heilsugæslunni og þeim verkefnum sem Jórlaug sinnir þar og snúa að því að samræma þjónustu í heilsugæslunni á landsvísu. Hún segir að ein áherslan sé að auka heilsulæsi fólks. Hugtakið er frekar nýlegt en gott heilsulæsi á að geta aukið líkur á heilsusamlegu líferni og einnig haft áhrif á það hvernig fólk notar heilbrigðisþjónustu og geti þannig dregið úr bæði álagi og kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Eins og fyrr segir þá stýrir Jórlaug verkefni sem snýr að því að samræma þjónustu fyrir fólk með langvinnan heilsuvanda og aldraða og tryggja að allir fá grunnheilbrigðisþjónustu, óháð búsetu. „Þegar við erum að horfa á hóp fólks sem er kominn með langvinnan heilsuvanda og jafnvel fleiri en einn sjúkdóm þá þurfum við að skipuleggja þjónustuna heildstætt og horfa á þá verkþætti sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Í þessu samhengi má nefna skipulag þjónustunnar, stuðning við ákvarðanir um meðferð, verkfæri sem styður einstaklinginn til að taka málin í sínar hendur, rafrænar heilbrigðislausnir og upplýsingatækni,“ útskýrir hún. Jórlaug segir mikilvægt að áherslan sé einnig á heilsueflingu og forvarnir: „Áherslan á ekki bara að vera á sjúkdóminn, heldur einnig á þætti sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði. Þar má nefna svefn, geðheilsu, næringu, munnheilsu, hreyfingu, áfengi og tóbak, sem og lyf sem fólk tekur. Allir þessir þættir hafa áhrif á lífsgæði og þarna þurfum við að auka heilsulæsi og leggja áherslu á hegðunarbreytingu. Þetta á einnig við um lyfjanotkun.“ Hún bætir við að að sjálfsögðu sé líka lögð áhersla á blóðprufur og gerðar klínískar skoðanir og mælingar á öllum sem greinast og eru í eftirfylgd. „Tryggja þarf að eftirfylgd sé einstaklingsmiðuð en hún getur farið fram með viðtali á stöð, í fjarsamtali eða með símtali, allt eftir þörfum og sjúkdómsástandi skjólstæðingsins.“ Öðruvísi lýðheilsutengd nálgun Jórlaug segir að allt sem tengist heilsu og lífsstíl fólks séu margir samverkandi þættir og að mikilvægt sé að leggja áherslu á lífsgæði ekki bara sjúkdóminn sjálfan. „Að fólk fái greiningu og meðhöndlun við einkennum með það að markmiði að auka lífsgæðin og draga úr áhrifum einkenna. Það er þessi heildstæða mynd í kringum skjólstæðinginn sem við leggjum svo ríka áherslu á. Það eru margir áhrifaþættir sem hafa áhrif á framgang sjúkdóma og lífsgæði fólks, þetta er öðruvísi nálgun sem tengist lýðheilsunni, útskýrir hún og talið berst að þeim áskorunum sem heilsugæslan stendur helst frammi fyrir núna. ,,Ein af áskorununum er langvinnur heilsuvandi, andleg líðan og þar kemur svefnvandinn inn, kvíði og ýmislegt annað. Langvinnir sjúkdómar eins og t.d. offita, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og háþrýstingur. Einnig er þjóðin að eldast og það eru sóknarfæri í að bæta þjónustu við þann hóp.“ Jórlaug Heimisdóttir, hjúkrunarfræðingur Jórlaug Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur ólst upp á Grenivík, hún fór suður til náms og útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1994. Seinna ákvað hún að bæta við sig meistaragráðu í lýðheilsu með áherslu á faraldsfræði, sem og í stjórnun. Ritstýran hitti Jórlaugu yfir kaffibolla í húsnæði Félags hjúkrunarfræðinga og spjallaði meðal annars við hana um störf hennar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu þar sem hún er verkefnastjóri heilsueflandi þjónustu. Jórlaug segir að starf sitt felist í því að þróa, leiða og samræma starfsemi í heilsugæslu á landsvísu með áherslu á fólk með langvinnan heilsuvanda og áherslu á aldraða. Texti og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.