Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 30
Viðtal 28 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Stærsta áskorunin að breyta hegðun Jórlaug segir að í verkefninu sé verið að leggja aukna áherslu á áhugahvetjandi samtal í samskiptum heilbrigðisstarfsfólks við skjólstæðinga. „Áhersla er lögð á að nýta styrkleika fólks til að takast á við andlegar, líkamlegar og félagslegar áskoranir og styðja skjólstæðinga til að leggja upp með sína eigin einstaklingsmiðuðu áætlun. Það má kannski segja að verið sé að hvetja fólk til að sjá hlutina í víðara samhengi og möguleika á raunhæfum hugmyndum um breytingar sem einstaklingurinn velur sjálfur og er síðan hvattur áfram með.“ Hún segir að til að kanna áhugahvöt og trú skjólstæðinga á eigin getu sé lagt upp með fjórar spurningar, sem til dæmis varðandi lyfjanotkun, væru: - Hvernig gengur þér að taka lyfin? - Hversu mikilvægt finnst þér að taka lyfin? - Hvað þarf til að þú takir lyfin þín? - Hvernig get ég stutt þig í því? „Heilbrigðisstarfsfólk þarf að vera leiðbeinandi, styðjandi og hvetjandi en skjólstæðingurinn á að vera við stýrið þegar kemur að ákvarðanatöku og hvað hann ætlar að leggja áherslu á því það er enginn sem breytir hegðun sinni algjörlega með tilliti til allra þessara þátta sem ég nefndi hér áðan.“ útskýrir Jórlaug og bætir við: „Þetta er breytt nálgun og hugsun, við eigum ekki að vera með forræðishyggju og það er bara staðreynd að það er mjög flókið að breyta hegðun. Það er í raun stærsta áskorunin. Það þýðir til dæmis lítið að segja fólki sem ætlar ekki að hætta að reykja að hætta að reykja, það getur gert illt verra að tala við fólk í boðhætti. Hræðsluáróður er ekki besta leiðin til að ná til fólks, það þarf að bera ábyrgð á sinni heilsu sjálft en við getum verið leiðbeinandi ef fólk er móttækilegt.“ Svefnvandi algeng greining innan heilsugæslunnar Jórlaug segir að svefnlyfjanotkun sé mikil hér á landi og að svefnvandi sé algeng sjúkdómsgreining innan heilsugæslunnar. Farið var í það að búa til efni og verkfæri til að takast á við vandann. „Í samstarfi við Betri svefn og Erlu Björnsdóttur fórum við í það að búa til matstæki/skimunartæki sem metur hvort um svefnvanda eða slæmar svefnvenjur sé að ræða en þetta matstæki gefur strax endurgjöf/niðurstöðu. Einnig var búið til fræðsluefni og stutt rafræn námskeið. Þessi verkfæri gagnast bæði fagfólki sem og skjólstæðingum með svefnvanda. Við þurfum alltaf að tryggja það að ef við erum að skima eða meta svefn eða eitthvað annað hjá fólki að það hafi aðgang að úrræðum og/eða heilbrigðisstarfsfólki ef það greinist með vanda, annað væri óábyrgt.“ Fræðsluefni þarf að vera auðskiljanlegt og einfalt Átaksverkefnið „Lyf án skaða“ er ætlað að vera vitundarvakning um lyfjaöryggi landsmanna og mikilvægi þess að endurskoða reglulega lyfjameðferðir einstaklinga hér á landi. Á alþjóðavettvangi gengur þessi vitundarvakning undir heitinu „Medication without harm“. Í byrjun október á síðasta ári var haldið málþing hér á landi um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar þar sem tilgangurinn var að opna umræðuna um mismunandi leiðir til að draga úr lyfjatengdum skaða í aðstæðum fjöllyfjameðferðar og einnig að deilda nýjum hugmyndum og reynslu. Það eru lyfjafræðingar og læknar sem hafa staðið að þessari vitundarvakningu. Jórlaug þekkir svolítið til þessarar vitundarvakningar og hefur þegar nefnt mikilvægi þess að auka heilsulæsi eða lyfjalæsi þegar kemur að lyfjanotkun en hvert er hlutverk hjúkrunarfræðinga og hvernig geta hjúkrunarfræðingar aukið hæfni og þekkingu sína á þessu sviði? ,,Það er mikilvægt að fólk taki lyfin sín rétt því algengt er að þessi hópur sem er með langvinnan heilsuvanda sé oft á mörgum lyfjum. Við leggjum upp úr því að allt efni sem við búum til í þessu verkefni sem m.a. snýr að því að auka lyfja- og heilsulæsi sé lesið yfir af aðila sem er sérfræðingur í heilsulæsi til að tryggja að skilaboðin séu orðuð rétt og fólk fái í hendurnar efni sem það skilur og hvetur það til að breyta hegðun sinni.“ Hún bætir við að áhersla sé á að búa til ákveðið verklag og verkfæri varðandi meðal annars lyfjanotkun og lyfjarýni en það eru lyfjafræðingar innan heilsugæslunnar sem hafa veg og vanda af því. Heilsueflandi þjónusta sé þverfagleg samvinna hjúkrunarfræðinga og fleira fagfólks. Til að mynda komi lyfjafræðingar að því að búa til fræðsluefni ásamt hjúkrunarfræðingum. „Þá skiptir máli að textinn sé ekki í boðhætti og að hann sé einfaldur og ekki of langur. Fræðsluefnið þarf að vera auðskiljanlegt og aðgengilegt, það eykur heilsulæsi/lyfjalæsi og skilning fólks.“ Hún segir að til að mynda sé hægt að senda fræðsluefni í gegnum Heilsuveru en það sé eingöngu sent til þeirra skjólstæðinga sem kjósa að fá fræðslu um sinn vanda eða sjúkdóm. Heilsuvera getur bætt heilsulæsi Jórlaug segir að ein af þeim áskorununum sem heilsugæslan standi frammi fyrir sé gamalt sjúkraskrárkerfi. Hún segir að nauðsynlegt sé að fá nútímalegra kerfi sem styður betur við verklag í þjónustunni og bæti gæði þjónustunnar. „Það er líka sóknarfæri í því að fólk fari í auknum mæli að skrá sína sjúkraskrá sjálft þannig að upplýsingarnar flæði inn í þjónustuna.“ Hún tekur vaktir á Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem veitt er þjónusta í gegnum netspjall og símsvörun fyrir allt landið. ,,Þar sér maður vel að heilsulæsi fólks er misjafnt. Á heilsuveru.is má finna fræðsluefni um forvarnir, ýmsa sjúkdóma og fyrirbyggjandi leiðir til betra lífs. Þar er einnig að finna leiðsögn um heilbrigðiskerfið. Upplýsingarnar sem eru inni á Heilsuveru eru mjög góðar. Að fá fólk til að fara þarna inn og fræðast eykur heilsulæsi og aðtoðar fólk við að fá lausnir á sínum heilsuvanda. Það er samt sem áður mikil eftirspurn eftir að fá að tala við heilbrigðisstarfsfólk,“ segir hún og á meðan við spjöllum og drekkum kaffi skoðum við síðuna sem á að auka heilsulæsi þjóðarinnar. ,,Upplýsingamiðstöð hefur séð um að búa til hnitmiðað og stutt fræðsluefni sem flestir eiga að skilja sem leita eftir upplýsingum á Heilsuveru.“ Hvar sérð þú helst tækifæri til að auka heilsulæsi og bæta lýðheilsu? „Ég held að sóknarfærin séu mörg og mikilvægt að við höfum í auknum mæli að leiðarljósi að bæta lífsgæði og jöfnuð. Horfum meira til upplýsingatækni og rafrænna lausna við veitingu þjónustunnar og byggjum upp þjónustu sem er heildræn, þverfagleg, framvirk og einstaklingsmiðuð,“ svarar hún og áður en við kveðjumst spyr ég Jórlaugu hvað henni þykir vera það besta við starfið? „Hvað það er fjölbreytt, ég vinn með fjölbreyttum hópi fagfólks frá bæði heilbrigðisstofnunum og öðrum stofnunum eins og Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytinu. Það er mjög gaman að fá að vinna að þróun verkefna innan heilsugæslunnar með flottu fagfólki og taka þannig þátt í að efla lýðheilsu. Það er gaman að vinna með fólki í heilsugæslunni um land allt. Heilsugæslan er frábær vinnustaður.“ Við látum það vera lokaorðin enda langt liðið á daginn og tímabært að kveðja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.