Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 38
36 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Hver var þinn uppáhaldskennari á námsárunum? Guðrún Pétursdóttir og Pétur Tyrfingsson skurðlæknum. Hverjar eru helstu áskoranir háskólakennarans? Stækkandi árgangar og að fylgja nýjustu breytingum í tækni varðandi kennslu. Það getur líka verið áskorun að viðhalda áhuga sínum og annara á efninu. Er Eirberg sjarmahöll eða lúið og lélegt húsnæði undir háskólakennslu? Eirberg er sjarmahöll en hún er orðin gömul þessi höll, hún geymir mikla sögu en ég hlakka til þegar við flytjum í nýtt og betra húsnæði. Uppáhaldskennslustofan þín að kenna í? Færinstofan í kjallaranum, þar eru nánast engir gluggar að horfa út um svo athyglin er öll á því sem er að gerast inni í stofunni. Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið? Ég myndi ekki segja að neitt fag vanti í hjúkrunarfræðinámið en það mætti auka kennslu í næringarfræði að mínu mati, sem og í endurhæfingu og hreyfingu. Hressasti kennarinn á kennarastofunni? Erfitt að gera upp á milli þeirra en ég myndi segja Þóra Jenný, Þórdís Katrín og Herdís. Eftirminnilegasta kennslustundin? Þegar ég var í námi þá kom einn kennarinn inn í stofuna of seint og hafði ekki tekið herðatréð úr frakkanum sem hann var í. Ég brjálaðist úr hlátri og hann spurði hvað væri svona fyndið. Ég þurfti að segja honum frá herðatrénu og þá segir hann: Það er ekki skrítið að fólkið hafi horft á mig í strætó þegar ég fór út við geðdeildina. Flottasta fyrirmyndin þín í hjúkrunarfræði? Þær eru nokkrar, ég vil nefna Kristínu Höllu Marinósdóttur, Arndísi Henriksdóttir, Ellen Björnsdóttur og Signhildi Sigurðardóttur. Allt flottar fyrirmyndir. Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í kennarastarfinu? Skýrleika, sanngirni, húmor og gleði. Hvernig tilfinning er að útskrifa nemendur? Hún er blendin, sumpartinn saknar maður þess að hafa þá ekki áfram í skólanum en mest megins er það gleði að þau hafi klárað sitt nám og geti farið að gera góða hluti á sínum forsendum. Hvernig mætti bæta hjúkrunarfræðinámið að þínu mati? Það mætti bæta klíníska námið á spítalanum og auka tækjakost okkar í færnisetrinu. Sýndarveruleiki er eitthvað sem er að koma meira inn í nám og það væri gaman að geta leyft nemendum að njóta þess besta sem tæknin hefur upp á að bjóða. Hvernig myndir þú sannfæra áhugasama um að skella sér í nám í hjúkrunarfræði? Ég myndi segja að hjúkrun væri ótrúlega gott og gefandi starf þar sem hjúkrunarfræðingur fær að vera með fólki á erfiðustu og bestu stundum lífsins. Ef hjúkrunarfræði verður fyrir valinu eru störfin fjölbreytt; það er hægt að velja að starfa í forvörnum, við að bjarga mannslífum, við að fylgjast með þroska barna, í skólum, á skurðstofum, gjörgæslum, í geðinu og við lífslok fólks. Það er flókið að finna sér nám sem gefur eins marga starfsmöguleika og hjúkrun. Hvernig nærir þú andann? Með því að fara út í gönguferðir, í útilegur í hjólhýsinu, vera úti í náttúrunni og snæða kvöldmat með fjölskyldunni. Það getur líka verið nærandi að tala við kettina mína. Hvað gleður þig mest í lífinu? Þegar ég sé að fólki gengur vel í sínu, hvort sem það er í námi eða starfi. Það gleður mig líka þegar fjölskyldan situr saman og ræðir málin yfir kvöldmatnum og þegar ég man eftir því að anda djúpt og njóta þess að vera í núinu. Hvað hryggir þig helst? Fólk sem kemur illa fram við aðra, dauðsföll og veikindi. Hvernig fáum við fleiri karlmenn til að læra hjúkrun? Með fræðslu, við þurfum að kynna fyrir íslenskum karlmönnum hve margir karlar fara í hjúkrun erlendis. Við verðum að leiðrétta þessa skökku ímynd að hjúkrun sé kvennastarf. Hjúkrun er krefjandi starf fyrir fólk sem vill sigrast á áskorunum og starfa við eitthvað sem skiptir máli í stóra samhenginu. Ef þú ættir eina ósk fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi hver væri hún? Að stjórnvöld og við sem þjóð myndum hætta að líta á heilbrigði- skerfið sem kostnaðarlið og fara líta á það sem sparnaðarlið. Þessi þreytta umræða um hve mikill kostnaðurinn er við heilbrigðiskerfið þegar við ættum frekar að ræða hve mikill sparnaður felst í því að geta lengt líf fólks og haldið fleiri einstaklingum í vinnu fyrir samfélagið sem annars hefði kannski dáið eða orðið öryrkjar. Eitt dæmi gæti hljómað svona: Landspítali gerði 100 liðskipti- aðgerðir á síðustu þremur mánuðum, það mun lækka sjúkradag- peninga um xx milljóir á ári og skila ríkinu og samfélaginu xx milljónum í formi framleiðslu og skatta. Falin perla í náttúru Íslands? Borgarfjörður eystri og Rauðasandur. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu þínu? Kannski ég reyni að skrifa eina grein. Ég ætla líka að ferðast um landið með hjólhýsið mitt og fara á Bræðsluna. Að endingu, hvert er þitt mottó? Það er nú svolítið kaldhæðnislegt, eins og ég á til að vera, en það hljómar svona: Til langs tíma litið þá deyjum við öll.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.