Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 51
viljað fá meiri tíma með heilbrigðisstarfsmanni, betri hlustun og aukna fræðslu. Þessar niðurstöður sýna okkur að heilsugæslan þarf að vinna með breytingaskeiðið á markvissan hátt og veita fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks þannig að konur séu upplýstari um þetta lífsskeið og þær meðferðir sem í boði eru. Í þessari rannsókn kom fram að hormónauppbótarmeðferð bætir líðan kvenna sem eru að ganga í gegnum breytingaskeið og tíðahvörf. Hægt er að líta á breytingaskeiðið sem nýtt lífsskeið konunnar og gengur hún í gegnum ákveðið þroskatímabil. Í þessari rannsókn voru konurnar búnar að breyta ýmsu í sínu lífi, farnar að hugsa betur um sína heilsu og drógu úr streitu, sem samræmist niðurstöðum rannsóknar Sólrúnar Ólínu Sigurðardóttur (2018). STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR RANNSÓKNAR Þessi rannsókn veitir innsýn í reynslu kvenna af áhrifum hormónauppbótarmeðferðar á breytingaskeiði en það hefur ekki verið skoðað áður hér á Íslandi. Styrkleiki rannsóknarinnar felst í að farið var eftir ákveðinni rannsóknaraðferð Vancouver-skólans. Veikleiki rannsóknarinnar er takmarkaður fjöldi þátttakenda og hugsanlegt að þeir sem buðu sig fram til þátttöku hafi frekar haft jákvæða reynslu af notkun hormónauppbótarmeðferðar. Ritrýnd grein | Peer review

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.