Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 54
52 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Ritrýnd grein | Peer review Þýðing og prófun á PREMIS: Spurningalisti til að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á ofbeldi í nánum samböndum ÚTDRÁTTUR Tilgangur Ofbeldi er þekkt heilsufarsvandamál og mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn hafi þekkingu og færni í að spyrja um ofbeldi og bregðast við því. Spurningalistanum PREMIS (Physician Readiness to Manage Intimate Partner Violence Survey) er ætlað að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsfólks varðandi ofbeldi. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur: 1) Að þýða, staðfæra og athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu af PREMIS 2) Að meta gildi PREMIS til notkunar fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk. Aðferð Tveir þýðendur þýddu PREMIS yfir á íslensku og þriðji þýddi hann aftur á ensku til að athuga hvort merking listans hefði haldið sér í gegnum þýðingarferlið. Þýðendurnir voru heilbrigðisstarfsmenn með góða ensku- þekkingu ásamt þekkingu á íslenska heilbrigðiskerfinu. Fimm heilbrigðis- starfsmenn voru fengnir í hugarferlaviðtöl til að meta orðalag og inntak PREMIS. Listinn var lagður fyrir úrtak heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi (n=177). Innra samræmi allra kvarða var reiknað með Cronbach´s alpha og þáttagerð skoðanakvarðans var könnuð með meginhlutagreiningu (e. Principal Components Analysis). Niðurstöður Áreiðanleiki PREMIS var mældur með Cronbach’s alpha og reyndist a=0,71-0,98 eftir kvörðum. Þáttagreining gaf til kynna sjö skýra þætti. Spurningarnar röðuðust ekki eins upp á þætti í íslensku útgáfu PREMIS og þeirrar bandarísku, sérstaklega hvað starfsumhverfi og lagalega þætti snerti, sem er auðskýranlegt með tilliti til þess hversu ólík heilbrigðiskerfi þessara landa eru. Ályktanir Mat rannsakenda er að tekist hafi að staðfæra og aðlaga PREMIS að starfsumhverfi íslensks heilbrigðisstarfsfólks. Þáttagerð listans er ekki sú sama og í bandarísku útgáfunni en það kemur ekki á óvart þar sem heilbrigðiskerfin tvö eru jafn ólík og raun ber vitni. Þáttagerð íslensku útgáfunnar er hreinleg og áreiðanleiki í svörum viðunandi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa sterklega til kynna að íslenska útgáfa PREMIS sé áreiðanleg og viðeigandi til notkunar í íslensku heilbrigðiskerfi. Lykilhugtök PREMIS, staðfæring matstækja, forprófun, ofbeldi í nánum samböndum, heilbrigðisstarfsfólk. HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Með tilkomu PREMIS-IS verður tiltækt mælitæki til að kanna þekkingu heilbrigðis- starfsmanna á ONS. Niðurstöðurnar geta meðal annars nýst yfirmönnum í heilbrigðiskerfinu til að meta stöðu þekkingar á ofbeldi og gera viðeigandi ráðstafanir til að efla þekkingu starfsmanna t.d. með námskeiðum og hermikennslu. PREMIS-IS hélt áreiðanleika sínum við þýðingu og með því að svara listanum ætti heilbrigðisstarfsmaður að geta fengið innsýn í hvar hugsanlega sé þörf fyrir viðbótar menntun og þjálfun varðandi ofbeldi og birtingarform þess. Aukin vitundarvakning og þekking á ofbeldi styrkir hjúkrunarfræðinga bæði í að nálgast einstaklinga sem hugsanlega eru þolendur ofbeldis, sem og styrkir þá til að benda á möguleg úrræði fyrir einstaklinga sem búa við eða hafa búið við ofbeldi í nánu sambandi. doi: 10.33112/th.100.2.3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.