Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 57
55 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 hjá sér minnispunkta varðandi hik eða önnur viðbrögð sem gætu gefið til kynna að eitthvað við innihald eða orðalag listans þætti torskilið eða skrýtið. Eftir að þátttakandi hafði svarað listanum spurði höfundur út í atriðin sem punktuð voru niður og fékk þar með ábendingar um orðalag og innihald spurninga. Heildartími hvers viðtals var á bilinu 40 til 60 mínútur. Ábendingar sem komu úr þessum viðtölum voru teknar saman og unnið úr til frekari lagfæringar á PREMIS-IS. Tvöföld neitun einnar fullyrðingar listans var tekin út til að gera fullyrðinguna skýrari. Sú fullyrðing þýddist upprunalega „Það er engin ástæða nógu góð til að fara ekki úr ofbeldisfullu sambandi“ en allir þátttakendur stoppuðu á þessari fullyrðingu. Henni var því breytt í „Það er engin ástæða nógu góð til að vera áfram í ofbeldisfullu sambandi“. Breytingin hafði ekki áhrif á kóðun spurningarinnar. Aðrar ábendingar úr viðtölunum sneru m.a. aðallega að orðanotkun, sem dæmi að nota orðið „starfsvettvangur“ í stað „deilda“ þar sem starfssvið er mjög breitt. Prófgráðum var bætt við í valmöguleika um menntun. Í spurningu um fjölda starfsmanna á vinnustað var valmöguleikinn „enginn“ settur inn í spurningu um fjölda starfsmanna á vinnustað sem hefur sótt fræðslu um ONS. Þátttakendum fannst vanta möguleikann að t.d. karlmenn gætu verið þolendur ofbeldis, að hægt væri að benda þolendum á rafrænt fræðsluefni og að vettvangur til að kynna sér efni um ONS getur verið fjölbreyttari en sá sem gefinn er upp í PREMIS. Þessum atriðum var ekki bætt við að svo stöddu þar sem það gæti haft áhrif á tölfræðilega úrvinnslu PREMIS-IS. Niðurstöður hugaferlaviðtalanna nýttust við að setja saman skýrari útgáfu af PREMIS-IS m.t.t. orðanotkunar og þess að sjá heilt yfir hvernig þátttakendur upplifðu að svara PREMIS-IS. Þetta samræmist Collins (2003) og ITC (2017) um að hugræn viðrun sé gagnleg við þýðingu mælitækja. Mælitæki PREMIS inniheldur 67 atriði sem taka á þekkingu og reynslu heilbrigðisstarfsfólks á ONS, ásamt fjórum spurningum um akademískan og klínískan bakgrunn viðkomandi svaranda. Atriðum listans er skipt í fjóra aðalkvarða/lykilkvarða og þrjá undirkvarða til að auðvelda tölfræðilega úrvinnslu og túlkun. Fyrsti lykilkvarðinn er bakgrunnskvarði og skiptist í þrjá undirkvarða. Þeir eru 1a) áætlaður undirbúningur; 1b) áætluð þekking og 1c) fyrri þjálfun. Aðrir lykilkvarðar listans eru 2) raunveruleg þekking á ofbeldi í nánum samböndum; 3) skoðanir þátttakenda og 4) klínískir þættir (nefnt verklag og starfsumhverfi í þessari grein til aðgreiningar á lykilkvörðum og þáttum). Í þessum kvörðum eru atriði sem snúa meðal annars að því hversu oft þátttakendur spyrja um ofbeldissögu, hvaða hópa fólks þeir spyrja, hvort til séu verklagsreglur á vinnustaðnum, aðgengi að úrræðum, aðgengi að fræðsluefni og fleira sem snýr að vinnulagi og vinnuumhverfi þeirra. Úrvinnsla PREMIS-IS Töluleg úrvinnsla var unnin í forritinu SPSS, útgáfu 28 (IBM, 2021). Úrvinnslan fól í sér greiningu á bakgrunnsbreytum (t.d. kyni og aldri) og meginhlutagreiningu (e. Principal Components Analysis) á skoðanakvarða PREMIS. Einnig var fjölbreytuaðhvarfsgreining (e. Multiple Regression) gerð til að kanna hvort þættir úr þáttagreiningu hefðu forspárgildi fyrir svör úr kvarðanum verklag og starfsumhverfi samanber Short o.fl. (2006). Áreiðanleiki PREMIS-IS var mældur með mælitölunni Cronbach‘s alpha, sem metur innra samræmi í svörum. Þáttagreining felur í sér að skoða samband atriða á spurningalista innbyrðis og greina með Tafla 2. Bakgrunnur þátttakenda í forprófun Aldur Fjöldi % 21-25 ára 1 0,6 26-30 ára 11 6,2 31-35 ára 17 9,6 36-40 ára 28 15,8 41-45 ára 23 13,0 46-50 ára 21 11,9 51-55 ára 24 13,6 56-60 ára 22 12,4 61-65 ára 22 12,4 71 árs eða eldri 8 4,5 Alls 177 100 Hvar vinnur þú? Höfuðborgarsvæðinu 102 58 Landsbyggðinni 74 42 Alls 176 100 Hver er aðalstarfsvettvangur þinn? Lyfjasvið 23 13,6 Heilsugæslusvið 61 36,1 Barnasvið 3 1,8 Geðsvið 8 4,7 Bráðaþjónusta 10 5,9 Skurðsvið/Aðgerðasvið 22 13 Kvennasvið/ Fæðingarsvið 10 5,9 Annað 32 18,9 Alls 169 100 Hvaða gráðu eða starfsréttindi hefur þú? B.Sc.gráða 87 49,4 Meistaragráða 43 24,4 Ph.D. 5 2,8 M.D. 6 3,4 Embættispróf 12 6,8 Annað 23 13,1 Alls 176 100 Hversu marga sjúklinga hittir/sinnir þú að meðaltali í viku? Hitti ekki sjúklinga 16 9 Færri en 20 57 32,2 20-39 59 33,3 40-59 19 10,7 60 eða fleiri 26 14,7 Alls 177 100 Að þér meðtöldum/talinni hve margir heilbrigðisstarfsmenn hafa farið á námskeið í ofbeldi í nánum samböndum (ONS) á vinnustað þínum undanfarna sex mánuði? Enginn 58 32,8 Fáeinir 12 6,8 Nokkrir 6 3,4 Næstum allir 2 1,1 Ég veit það ekki 99 55,9 Alls 177 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.