Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Qupperneq 64
Ritrýnd grein | Peer review „Suma daga nær maður ekki höfðinu upp úr vatninu“ Reynsla hjúkrunarfræðinga af starfi teymisstjóra í heimahjúkrun ÚTDRÁTTUR Heimahjúkrun er þjónustuform sem ætlað er að mæta hjúkrunarþörfum og aðstoða skjólstæðinga við að vera sem mest sjálfbjarga heima. Teymisstjórar í heimahjúkrun hafa yfirumsjón með ákveðnum teymum sem fara inn á heimili fólks og bera ábyrgð á að skjólstæðingar fái þá þjónustu sem þeir þurfa Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða starf teymisstjóra heimahjúkrunar til að varpa ljósi á umfang og ábyrgð starfsins og hvaða leiðsögn og stuðning teymisstjórar fengu til að takast á við starfið. Aðferð Notuð var eigindleg aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við 10 starfandi teymisstjóra innan heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Við greiningu gagna var stuðst við vinnulag grundaðrar kenningar og niðurstöður settar fram í flokkum. Niðurstöður Þrír meginflokkar komu fram, hver með tveimur undirflokkum, umfang starfsins, flókin vinnuaðstaða og stuðningur og skipulag. Teymisstjórunum gekk misjafnlega að hafa yfirsýn yfir allt sem tilheyrði starfinu og að forgangsraða verkefnum. Við það skapaðist álag sem meðal annars leiddi til þess að mörgum reyndist erfitt að skilja á milli vinnu og einkalífs. Dæmi voru um að teymisstjórar upplifðu kvíða þegar umfangið varð of mikið. Einnig gat verið áskorun að viðhalda dagskipulagi og bregðast við breytingum með stuttum fyrirvara. Starfsaðstæður í heimahúsum voru mismunandi og aðstæður til hjúkrunar oft erfiðar. Teymisstjórar fengu litla aðlögun í upphafi starfs en meirihluti þeirra var með stutta starfsreynslu. Stuðningur fyrir teymisstjórana var þó til staðar ef þeir báru sig eftir honum sjálfir. Ályktanir Teymisstjórastarfið er umfangsmikið starf og töluvert álag sem því fylgir. Niðurstöður sýndu að hlúa þarf betur að teymisstjórum og þá sérstaklega þeim sem eru nýir í starfi og veita þarf betri stuðning til þess að takast á við þetta krefjandi starf. Lykilorð Teymisstjóri, eigindleg rannsókn, grunduð kenning, starfsaðstæður, stjórnun. HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA Nýjungar rannsóknar: Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á umfang starfs teymisstjóra í heimahjúkrun og hvaða stuðning þeir fá við að að koma sér inn í starfið og takast á við krefjandi aðstæður. Hagnýting niðurstaðna: Niðurstöðurnar geta veitt mikilvægar upplýsingar fyrir yfirstjórn heilsugæslunnar með því að varpa ljósi á umfang og ábyrgð starfs teymisstjóra og á hvaða hátt er best að veita þeim leiðsögn og stuðning. Þekkingarleg viðbót: Niðurstöðurnar eru mikilvæg viðbót til fræðasamfélagsins og innlegg í umræðu til að takast á við sívaxandi hjúkrunarþyngd í starfsemi heimahjúkrunar á Íslandi. Áhrif á störf: Niðurstöðurnar gefa ákveðna mynd af áhrifum starfsumhverfis á störf teymisstjóra og hvernig umhverfisþættir geta haft áhrif á líðan þeirra við að starfa í heimahúsum. doi: 10.33112/th.100.2.4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.