Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 88
86 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Styrkleiki rannsóknarinnar var að greind var skráning gagna tveggja sykursýkismóttaka yfir tveggja ára tímabil sem staðfesti að unnið er eftir alþjóðlegum viðmiðum. Hægt var að nýta gögn 87,1% þeirra sem sóttu móttökurnar út frá HbA1c-mælingum. Rannsóknin gefur gott yfirlit yfir vinnulag sem viðhaft er í viðkomandi móttökum. Helsta takmörkun rannsóknarinnar er að hún er afturvirk, því voru upphafleg gögn ekki skráð í rannsóknarskyni. Skráning var ekki góð í upphafi rannsóknartímabils og því þurfti að leita að upplýsingum á milli eyðublaða en skráning batnaði eftir því sem meiri reynsla komst á sykursýkismóttökurnar. Einnig er takmörkun hversu lítið úrtakið var og hversu ný sykursýkismóttakan var. Gott hefði verið að komin væri meiri reynsla á vinnulag og skráningu áður en rannsóknin hófst. Veikleiki framkvæmdar og skráningar hefur áhrif á gæði gagna og það hvort niðurstöður gefi rétta mynd af því sem verið er að rannsaka. Hjúkrunarstýrðar sykursýkismóttökur innan heilsugæslunnar eru mikilvægur þáttur í þjónustu við skjólstæðinga með sykursýki. Þær áherslur sem unnið er eftir virðast skila árangri ef litið er til niðurstaðna þessarar rannsóknar. Viðkomandi sykursýkismóttökur vinna eftir þeim alþjóðlegu viðmiðum sem ráðlögð eru. Út frá hlutfalli einstaklinga sem ná alþjóðlegum viðmiðum á mælingum gefa niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að reglubundin eftirfylgd, mæting í móttöku og samvinna með skjólstæðingnum beri árangur sérstaklega á mælingum eins og HbA1c, LÞS og blóðþrýstingi. ÞAKKARORÐ Þakkir fá hjúkrunarfræðingar á HSN í Fjallabyggð og á Dalvík og allir þeir sem á einhvern hátt aðstoðuðu við framkvæmd rannsóknarinnar. Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þakka ég veittan styrk úr B-hluta vísindasjóðs. Eftirfylgni og árangur meðferðar hjá fólki með sykursýki gerð 2 innan tveggja sykursýkismóttaka á heilsugæslustöðvum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.