Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 96

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 96
Fræðslugrein 94 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Klingbeil og Gibson, 2018; Shersher o.fl., 2021). Til þess að notkun endursagnaraðferðarinnar verði hluti af vinnustaðarmenningu er mælt með því að þjálfa heilar einingar á heilbrigðisstofnunum en ekki einungis hluta þeirra (Anderson o.fl., 2020). Ekkert ætti þó hindra einstaka áhugasama einstaklinga að byrja að beita aðferðinni í samskiptum sínum við sjúklinga og aðstandendur því reynslan sýnir að einmitt þjálfun sé lykilatriði til að öðlast færni í notkun aðferðinnar. Eins og í svo mörgu öðru er það æfingin sem skapar meistarann. AÐ LOKUM Samskipti eru hornsteinn fræðslu. Endursagnaraðferðin byggir á opnum samskiptum milli heilbrigðisstarfsmanns og sjúklings, sem auðvelda sjúklingi að taka þátt í meðferð sinni. Með endursagnaraðferðinni má styðja við nám sjúklings í fræðslu- ferlinu, kanna hvað hann man og skilur af því sem kennt hefur verið. Þannig er verið að meta árangur fræðslunnar og gefa kost á því að bæta hana svo tilgangi hennar verði frekar náð. Með innleiðingu endursagnaraðferðarinnar í sjúklingafræðslu á heilbrigðis- stofnunum má gera ráð fyrir betri árangri í meðferð þar sem heilsulæsi sjúklinga og trú þeirra á eigin getu til sjálfsumönnunar getur aukist. Mögulega til lengri tíma litið minnkar álag á heilbrigðiskerfið með færri endurkomum og símtölum sjúklinga sem eru óöruggir varðandi meðferð sína. Við hvetjum því alla heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur til að hefjast handa, byrja að æfa sig og innleiða notkun endursagnaraðferðarinnar í klínísku starfi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.