Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 9
Árni Bjarnarson,
ritstjóri:
Eflum samstarfið
Arni Bjarnarson.
i.
Inngangsorð
Fyrir rúmlega tveimur árum síðan minnt-
ust Islendingar í Vesturheimi tveggja merki-
íegra landnámsafmæla. Þá var öld liðin frá
því að fyrstu Islendingarnir námu land vestan
hafs í Mormónaríkinu Utah, eftir nær árs-
langa ferð heiman frá Islandi. Og liinn fyrsta
vetrardag 1955, voru liðin 80 ár frá því, er
landnám hófst í Nýja-Islandi í Canada. En
með því landnámi byrjar fólksstraumurinn
héðan til Vesturheims fyrir alvöru, og helzt
hann óslitið, að kalla mátti, síðasta fjórðung
19. aldar og fram á annan tug þessarar aldar.
A meðan fólksflutningarnir héldust vestur
og fyrstu áratugina þar á eftir, voru náin
tengsl milli vesturfara og heimaþjóðarinnar.
Flestir þeir, er vestur fluttu, áttu frændur og
vini heima á Fróni, og þótt lítið væri gert af
liálfu ráðamanna þjóðfélagsins til að halda
við kynnum hinna tveggja þjóðarbrota, nægðu
bönd ætternis og frændsemi um sinn, til þess
að byggja hina andlegu brú yfir hafið milli
Islendinga austan hafs og vestan. Bréfaskipti
þeirra á milli voru þá tíð, og á þeim árum
voru sendibréfin oft líkari heilum ritgerðum
en stuttum fréttapistlum. Blöðin hér heima
birtu oft meira eða minna úr þessum einka-
bréfum, svo að efni þeirra varð alrnennings-
eign. Vesturheimsblöðin, Lögberg og Heims-
kringla, og mörg önnur, voru send hingað
heim og lesin á fjölmörgum heimilum um
gjörvallt landið og ávallt aufúsugestir. Einnig
lögðu Vestur-íslendingar verulega stund á að
fylgjast með því, sem gerðist hér, með því að
kaupa og lesa bækur, blöð og tímarit, sem þá
voru út gefin á Islandi, og munu þeir um
skeið hafa keypt allt að einum fjórða af upp-
lagi sumra þekktustu tímaritanna. Á þennan
hátt fylgdust hvorir með öðrum, og okkur hér
heima var þá vel kunnugt um hagi og baráttu
E D D A
7