Edda - 01.06.1958, Page 138
byggðir Vesturheims íslenzkt mál og íslenzkar
fréttir, frá Islandi og af fólkinu sjálfu vestra.
Þau hafa því verið ómissandi íengiliður milli
landanna og verið þeim hvöt og uppörvun í
baráttu þeirra og starfi. En það er hezt að gjöra
sér það ljóst, að bæði blöðin eiga í stöðugum
og hættulegum fjárhagserfiðleikum. Rætt hef-
ir verið um að sameina bæði blöðin af fjár-
hagsástæðum, en ekki ennþá til þess komið.
Einhver drýgsti og viðfeldnasti stuðningur,
sem íslendingar gætu veitt þjóðræknisbarátt-
unni vestanhafs er að styrkja íslenzku viku-
blöðin. Það geta einstaklingar beggja megin
hafsins gjört með því að kaupa blöðin og
greiða þau skilvíslega. Skipa- og flugfélög geta
auglýst ferðir til íslands og sambönd sín í
Winnipeg og New York. Slíkt kemur í stað sér-
stakrar ferðaskrifstofu í Winnipeg, sem, því
miður, enginn fjárhagslegur grundvöllur er
fyrir. Alþingi ber að auka framlög sín tíl blað-
anna. Nú er veitt á fjárlögum 16.000 íslenzkar
krónur til hvors blaðsins. Þetta verða nú í dag
um 800 kanadiskir dollarar, þegar búið er að
draga frá núgildandi yfirfærslugjald. Að þessu
er lítil stoð. Tímarit Þjóðræknisfélagsins er
einnig gagnmerkt rit, og ættum við heima að
kaupa það meir. Einnig útgáfa þess berst fjár-
hagslega í bökkum.
Til að kynna nútíma ísland er mjög heppi-
legt að halda áfram að sýna góðar kvikmynd-
ir eins og gjört hefir verið kappsamlega und-
anfarin ár. Slíkar kvikmyndir hefir sendiráð-
ið í Washington látið gjöra og lánar út í allar
áttir. Góða íslandskvikmynd þarf að gjöra á
nokkurra ára fresti, svo allt hið nýjasta komi
fram.
Eitt af því, sem nú er vert að athuga í sam-
bandi við áhugamál Vestur-íslendinga, ferða-
lög þeirra og fyrirgreiðslu er það, að íslenzka
ríkið hefir nú ræðismannsskrifstofur víðs veg-
ar um Kanada og Bandaríkin, sem allír geta
leitað ráða og aðstoðar hjá. Þetta hefir höf-
undur bæklingsins að engu. Ræðismennirnir
eru nær allir mikilsmetnir og áhugasamir ís-
lendingar. ísland hefir ræðismannsskrifstofur
á þessum stöðum í Kanada: Winnipeg, Van-
couver, Toronto, Montreal, Halifax og Ný-
fundnalandi. I Bándaríkjunum í þessum bæj-
um: Baltimore, Boston, Chicago, Grand Forks,
Los Angeles, Minneapolis, New York, Phila-
delphiu, Portland, San Francisco og Seattle.
Alls eru því 6 ræðismannsskrifstofur í Kan-
ada og 11 um Bandaríkin þver og endiiöng.
Fyrir 18 árum voru engar ræðismannsskrif-
stofur íslands til og ekkert sendiráð. Nú er öll-
um auðvelt að snúa sér til þessara stofnana ís-
lenzka ríkisins. Þær eru einnig, og að nokkru
leyti þáttur í framlögum Islands í þjóðræknis-
málunum.
Eitt er það, sem okkur ber að hafa í huga,
þegar við hugleiðum þjóðræknisstörf Vestur-
íslendinga, og það er fórnfýsi þeirra í þessu
skyni og liin miklu framlög þeirra. Forystu-
mennirnir hafa fórnað mörgum stundum, og
margri hugsun og tíðum og erfiðum ferðalög-
um til að halda merkinu uppi og lagt mikið á
sig. Eins og oft vill verða, lenda störfin og
fórnirnar aðallega á fáum mönnum. Forystan
í Þjóðræknisfélaginu er oftast hjá sömu mönn-
unum. Safnaðarlífinu er haldið uppi af áhuga-
mönnum. Svo fer einnig, að fjárframlögin
koma að mestu frá fáum mönnum. Þeir bera
hallann af útgáfu vikublaðanna, þeir leggja
mest af mörkum til -elliheimilanna, þótt al-
mennra framlaga til þeirra gæti einnig ánægju-
lega mikið. Þetta fólk stendur fyrir risnu við
gesti frá íslandi og leggur oft fé fram til að
gjöra heimsóknirnar ánægjulegar og minnis-
stæðar. En það eru vitanlega takmörk fyrir
því, hversu tíð eða mikil slík framlög geti ver-
136
E D D A