Edda - 01.06.1958, Qupperneq 87
sólfar gott, mátti telja fullvíst, að hátíðin yrði
gæfuviðburður. En forstöðumenn og liátíða-
gestir gátu engri framsýni viðkomið í þessu,
nema að láta hátíðadagana á Þingvöllum bera
upp á þann tíma, sem Islendingar liöfðu háð
Alþingi á Þingvöllum öldum saman fyrr á
tímum. Þótti sennilegast að straumar hafs og
lands myndu um það leyti vera hliðhollastir
landsfólkinu.
Engin samkoma hefur verið haldin af Is-
lendingum fyrr eða síðar lík þessari hátíð. Til
Þingvalla komu kringum 40 þúsund gestir.
Þar hitti mikill hluti íslenzku þjóðarinnar
mörg hundruð landa frá Ameríku, hæði þá,
sem fæðzt liöfðu hér á Islandi og komu nú til
að fullnægja átthagaþrá sinni, og þá ekki síð-
ur fjölda Vestur-íslendinga, sem fæddir voru
i Ameríku, en höfðu erft ættjarðarást forfeðra
sinna og drukkið af lindum íslenzkrar menn-
ingar, þótt í öðru landi væri. Þá voru á þess-
ari hátíð fulltrúar flestra Evrópuþjóða og
bæði Bandaríkjanna og Kanada. -Var sam
koma þessi hin virðulegasta. Islendingar
minntust fortíðar sinnar og létu aðrar þjóðir
vita, hvar þeir væru staddir á menningarhraut-
inni. Hér var um að ræða eins konar sigurhá-
tíð. Ekki yfir fornurn athurðum, heldur um
atorku þjóðarinnar og framgöngu báðum meg-
in hafsins. Koma Vestur-íslendinga á Alþing-
ishátíðina var einn af merkustu þáttum í þess-
um sögulega atburði. Fyrir utan liið glæsilega
ferðalag Vestur-Islendinga til Islands í þetta
sinn, fékk íslenzka þjóðin fyrir atbeina íslend-
inga í Kanada og Bandaríkjunum tvær merki-
legar hátíðagjafir. Þing og stjórn Kanada gaf
íslenzku þjóðinni mikinn sjóð til viðhalds and-
legu sambandi Islands og Kanada. Fyrir vaxta-
tekjur þessa sjóðs dvelja íslenzkir námsmenn
ár eftir ár við framhaldsnám í margháttuðum
fræðigreinum í Kanada. Þing og stjórn
Bandaríkjanna sendi íslenzku þjóðinni aðra
stórmerkilega gjöf, myndastyttu Leifs heppna
eftir merkan myndhöggvara í Bandaríkjunum.
Er sú stytta reist á hæstu hæð Reykjavíkur-
hæjar og stendur á granítstalli. Á hann lét
Bandaríkjastjórn meitla á enskri tungu lieiti
Leifs Eiríkssonar, með þeirri skýringu, að
hann væri fæddur á Islandi og hefði uppgötv-
að Ameríku fyrstur hvítra manna. Báðar
þessar gjafir voru til orðnar fyrir framsýni
og markvísa haráttu Vestur-Islendinga í Ame-
ríku. Vildu þeir tengja íslenzka menningu við
Kanada, þar sem margar þúsundir Islendinga
hafa numið land, og kynstofninn er orðinn
þáttur í mikilli framfaraþjóð. Leifsstyttan
með framanskráðri áritun Bandaríkjastjórnar
sker úr gömlu deilumáli milli Norðmanna og
Islendinga. Reyndu Norðmenn lengi vel að
halda því fram, að bókmenntir Islendinga í
fornöld væru norsk afrek, og á sama hátt vildu
þeir telja, að Leifur Eiríksson hefði verið
Norðmaður, og að Noregi hæri heiðurinn af
fundi Ameríku. Má nærri geta, að vel hefur
þurft að vinna í Bandaríkjunum, til að fá
stjórn landsins, til að taka þessa ákvörðun, þar
sem miðað er við réttlætishugsjón, og smá-
þjóðin látin halda rétti sínum. Má segja, að
Vestur-íslendingar hafi með þátttöku sinni í
Alþingishátíðinni og frumkvæði að Kanada-
sjóðnum og Leifsstyttunni sýnt í einu atorku,
þjóðrækni og mikla framsýni við lausn á stór-
um millilandamálum.
Kreppa sú, sem hófst í Ameríku rétt fyrir
1930 náði brátt yfir allan heim. ísland fór
ekki varhluta af þeirri flóðbylgju.
Kreppan mikla náði til íslands seint á sumri
1930, skömmu eftir að íslendingar í Vestur-
heimi voru komnir heim frá fagnaðarhátíð
t D D A
85