Edda - 01.06.1958, Side 37
geymir hinar furðulegustu bókmenntir frá
ýmsum þjóðum. Má þar nema marga ókunn-
'iga fræði, eins og í Svartaskóla forðum, því
;<ð þangað hafa saman safnazt rit eftir ýmsa
sérkennilegustu farfugla í andans heimi. Þótti
wér að sá mundi hafa furðu ratvís augu, sem
fundið hefði fjársjóðu þessa, enda virtist mér
uúsbóndinn renna ástaraugum til kunningja
sinna í skápnum og hugsa líkt og Cornelía
dóttir Scipios um sonu sína Gracchana: „Þar
eru gimsteinarnir mínir.“
Þarna rakst ég meðal annars á bænabók
■'úka hins indverska, sem Guttormur gaf mér
J nesti, en hann var eins konar sáluhjálparher-
niaður frá 17. öld, gerfróður um alla vegu
sVndarinnar, og les ég þetta rit iðulega mér til
nppbyggingar, þegar ég þarf mikils við.
En Guttormur á sína kunningja frá öllum
Omum og úr öllum heimsálfum, og er það
sannleiksþorsti hans og síhungruð skilnings-
gáfa, sem knúð hefir hann til þessara aðdrátta,
°g kennt hefur honum að brjóta þannig þá ein-
fuigrun, sem honum hefði ella verið búin sem
'slenzkum bónda langt inni á sléttum Canada.
^ómur Kðrkconnells.
Ohætt má fullyrða, þó að leitað væri með
iogandi Ijósi um Ameríku þvera og endilanga,
‘yndist ekki nokkur bóndi, sem ætti annað eins
nókasafn og Guttormur J. Guttormsson, enda
'nundi enginn bóndi yrkja betur en hann á öllu
nieginlandinu. Þetta er ekki sagt út í bláinn,
úeldur er það viðurkennt af eimnn allra gáf-
''iðasta og lærðasta l)ókmenntafræðingi í Can-
ada: prófessor Watson Kirkconnell, sem í riti
jlnu Canadian Overtones telur Islendinga
‘ kara fram úr öllum öðrum innflytjendum þar
1 landi í ljóðagerð, en af þeim hefur hann þó
aiestar mætur á Stephani G. Stephanssyni og
Guttormi J. Guttormssyni. Er hann svo mikill
aðdáandi Stephans, að hann telur hann verið
hafa mesta ljóðskáld í nýlendum Breta um
sína daga, en um Guttorm segir hann, að enda
þótt aðrir kunni að hafa skarað fram úr hon-
um í hagmælsku, þá hafi jafnvel ekki Step-
han G. Stephansson sýnt harðsnúnara gáfna-
far í kvæðum sínum. Skíni snilldarbragð
frumleikans af hverri línu eftir Guttorm, enda
séu vitsmunir og kímnigáfa venjulega nákom-
ið hvað öðru, og þær náðargáfur hafi Gutt-
ormur öðlazt í ríkum mæli. Hann sé fyndnast-
ur allra vestur-íslenzkra skálda og frægur af
háðkvæðum sínum.
Tíu leikrit.
Ekki mun ég togast á um það við prófessor
Kirkconnell, hvor þeirra verið hafi gáfaðri
Stephan eða Guttormur, enda hygg ég að hvor
þeirra mætti vel við una að vera talinn jafn-
snjall hinum, og mundu þó báðir bera höfuð-
in hátt í íslenzkri skáldasveit.
Stephan hefur sem kunnugt er ort meira í
rímuðu máli, en aftur á móti hefur Guttormur
gefið sig allmikið að leikritagerð, og hafa
komið út eftir hann Tíu leikrit (í Reykjavík
1930), þar sem hann markar sér alveg sér-
stakt svið að efni og formi, sem stundum minn-
ir á Maurice Maeterlinck.
Leikrit hans eru ekki tekin úr daglega líf-
inu. Þar er ekki gerð tilraun til að draga upp
rnyndir af algengum mönnum og konum og
rekja örlög þeirra eftir vanagangi hversdags-
lífsins. Þau eru hvorki gleði- eða sorgarleikir
í eiginlegri merkingu. Heldur eru þetta tákn-
rænir (symbólskir) leikir, er fjalla um lífið
siálft og hin örðugustu viðfangsefni þess. I
þeim er svo að segja hverju kvikindi og hverju
sjónarmiði gefin rödd, og skoðanirnar þannig
sóttar og varðar. Persónurnar eru fremur per-
sónugervingar ákveðinna hugsjóna eða við-
edoa
35