Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 132
þekktu. Nœsta kynslóð mun og einnig að mestu
leyti fallin fyrir ætternisstapa. Það eru þriðja
og fjórða kynslóð, sem nú starfa vestan hafs
og bera uppi merki Islands þar. Þjóðarein-
kennin íslenzku, hin íslenzka tunga og aðrir
menningarþættir eru því að vonum í bráðri
liættu um að dofna og jafnvel hverfa alveg,
þar sem svo að segja ekkert fólk íslenzkt flytzt
nú vestur. Þetta er mörgum fullljóst bœði aust-
an hafs og vestan og veldur áhyggjum. Enda
yrði það mikið áfall fyrir hina íslenzku þjóð,
fyrir íslenzka menningu, ef þjóðahafið í Vest-
urheimi gleypti á nœstu árum eða áratugum
hina sérstœðu tungu vora og íslenzk menning
þurrkaðist þar algjörlega út.
Margir óttast að óumfiýjanlega hljóti svo að
fara. En er það nú víst, að svo þurfi að vera?
Eg trúi því að margt megi gera til þess að
tefja fyrir slíku, þótt ekki sé gert ráð fyrir út-
flutningi fólks í stórum stíl aftur til Vestur-
heims, en það teldi ég mikla ógæfu og þjóð-
arvoða, því að það hlyti að stafa af miklum
og vaxandi erfiðleikum hér lieima.
Hvað á þá að gera? Hið eina, sem verulega
ávsxti getur borið í þessu efni, er að áhuga-
sarnir, fórnfúsir menn beggja vegna Atlants-
hafsins taki höndum saman og vinni markvisst
og sleitulaust að því að skapa trausta sam-
vinnu, þar sem starfað sé eftir ákveðnum regl-
um að því, að tengja Islendinga austan liafs
og vestan sem bezt saman.
Þetta er í sjálfu sér ekkert nýmæli, sem
hér er nefnt. Góðir menn frá báðum hliðum
hafa um langt skeið starfað á þennan liátt, en
í allmiklum brotum hefur það verið eins og
vonlegt ér, enda éngin fjárráð verið fýrir
hendi. Alþingi hefur, svo að dæmi sé nefnt,
ekki veitt fé í því skyni, nema ef telja skyldi
lítilfjörlegan styrk til vestur-íslenzku blað-
anna — Heimskringlu og Lögbergs, svo og dá-
lítið framlag til þess að stofna kennarastól í
íslenzkum fræðum við Manitoba-liáskóla í
Winnipeg.
Emn þeirra manna hér heima, sem mestan
áliuga hefur sýnt hin síðustu árin á þessu sviði
er útgefandi þessa rits, Arni Bjarnarson, bóka-
útgefandi á Akureyri. Hann hefur ferðazt um
íslenzku byggðirnar vestan hafs, kynnzt þar
fjölda fólks og skráð margt af vörum þess.
Arni hefur hafið stórmyndarlega útgáfu af
þjóðlegum fræðum V estur-Islendinga. Eru
þegar komin út fjögur bindi af þessu safni, en
þau verða að minnsta kosti 16, ef unnt verður
að halda þessari. stórmerku útgáfu áfram. Þá
liefur Arni einnig annazt útgáfu af ritum ým-
issa merkra Vestur-íslendinga og unnið á
margan hátt að því að greiða fyrir ferðum
Vestur-Islendinga, sem heim hafa komið.
Nefni ég þetta af handahófi, til að sýna að
slarf hans í þessum efnum er ekkert stundar-
fyrirbæri, heldur hefur verið að því stefnt um
langt skeið.
Hið síðasta, sem Arni hefur ráðizt í til efl-
ingar samstarfi Vestur-Islendinga og heima-
þjóðarinnar er útgáfa þessa rits, er hér liggur
fyrir. Það er ekkert smákver að vöxtum, held-
ur stórt og vandað rit, sem á að útbreiða eins
og unnt er beggja megin hafsins. Aðalkjarni
þessa merka rits eru tillögur Arna Bjarnarson-
ar urn samstarf íslenzku þjóðarinnar og landa
vorra í Vesturheimi. Arni hefur hugsað þetta
atriði mjög vandlega og ekki hrapað að neinu,
heldur liefur liann verið um langan tíma að
semja tillögurnar og rœtt jiœr við fjölmarga
menn, en allt of fáir sinnt þessu máli, eins og
það á skilið, og lítinn stuðning veitt forystu-
manninum, sem borið hefur kostnað og annan
þunga af þessu verki.
Eg vil leyfa mér að mæla með að Islending-
ar austan hafs og vestan kynni sér sem allra
130
E D D A