Edda - 01.06.1958, Qupperneq 36
Hólsfjallafé, en umhverfis vatnið er krökkt af
gangandi fé: nautpeningi, sauðum og svínum,
sem Guttormur á í stórum hjörðum. Gullu þar
við gæss í túni, mærir fuglar, og einnig gat
þar að líta illfylgi þau, er „tyrkjar“ nefnast,
hinar grimmlyndustu skepnur, er ráðast að ó-
k.unnugum með gapandi gini, en friðþægja þó
íyrir þessa vonzku sína með því að vera etnir
í jólaveizlum og þykja þá fugla heztir og
hljóta hvers manns lof. Þar eru líka býflug-
urnar, sem Guttormur hefir ort um eftirminni-
legt kvæði:
Flugurnar hartnær hungurmorða
hömuðust að mér í sálarmyrkri:
Stungu mig, inn í mig eitri spúðu,
öskraSi ég eins og brenndur vargur.
Merkin eg ber meðan ævin endist,
augun sokkin og hálsinn blásinn.
Lifi eg smáSur viS leiSa og örkumbl
líkari hröpuðum engli en manni.
En ofan á þessi ósköp bætist mývargurinn
á sumrin, sem þar fer yfir eins og engisprett-
urnar á Egyptalandi forðum daga, þótt ekki sé
vitað, að Guttormur hafi syndgað jafnferlega
gegn Jahve og Faraó. En þessi kvikindi gefa
ekki einu sinni vígðum mönnum grið, heldur
léku þau mig svo grátt með eiturbroddum sín-
um, að ókennilegustu horn tóku að vaxa úr
höfði mér eins og á spámanninum Móse,
enda ekki við öðru að húast, því að ekki þola
óharðnaðir „emigrantar“ fjandskap þeirra.
.Tafnvel tröllaukin hross Guttorms hafa það til
að tryllast á sumrum, og verður þá að kynda
fyrir þau bál með mikilli reykjarsvælu, til
þess að þau haíi viðþol.
Mjög varð mér starsýnt á allan búskap Gutt-
orms og þann félagsskap, sem liann yrkir
kvæði sín í, og sá ég glöggt að sízt væri að
undra, þótt hann yrði hvassyrtur stundum og
meinlegur í kvæðum sínum, fyrst hann býr
innan um allar þessar broddflugur og er ýmist
bakaður af síbrennandi sól Manitóbasumars-
ins eða hertur af heljargaddi vetrarins. Hér
eiga við orð Bjarna Thorarensen: „Undrist
engi upp þó vaxi kvistir kynlegir,“ o. s. frv.
Andinn og skilningstréð.
En margir hafa hlotið sama uppeldið
og Guttormur, og hefir þó hvorki frost eða
funi né flugnaeitur gert þá að skáldum. Og
eitthvað þarf meira til þess en hið lagðfríða
íé, þó að flugunum sé sleppt.
Þetta „eitthvað“, það mundi vera andinn,
sem kemur að ofan eins og Jóhannes guð-
spjallamaður segir: „Vindurinn blæs, hvar
sem hann vill, og þú heyrir þytinn í honum, en
ekki veiztu, hvaðan hann kemur eða hvert
liann fer. Eins er farið hverjum, sem af and-
anum er fæddur.“
Vér vitum ekki, hvaðan andinn kemur eða
hvert hann fer. En vér vitum hvernig hann hirt-
ist: I vaxandi skilningi, aukinni fegurðarþrá,
meiri tilfinningadýpt, ríkari gæzku og góð-
r
vild. Avextir andans eru: kærleikur, gleði,
íriður, langlyndi, trúmennska, hógværð og
bindindi, segir postulinn, og gegn slíku er ekk-
crt lögmál. Rétt segir hann, og þetta er góðum
skáldum gefið. En jafnhliða fer venjulega hin
óslökkvandi girnd að éta af skilningstrénu
góðs og ills.
,Gimsteinarnir mínir".
Eg sá þess glögg merki, að andinn hafði
ekki farið erindisleysu fram hjá bæjardyrum
Guttorms. Hið merkilegasta, sem ég sá í búi
hans Jiefi ég enn ekki nefnt, en það var bóka-
skápur hans bæði mikill og ílögugóður, er
34
EDDA