Edda - 01.06.1958, Side 75
Fyrstu spurningunni er auÖsvarað. Svarið
verður: Já, og aftur já.
Vandgerðara er að svara 2. spurningunni,
því að ekki verður það, er hún fjallar um, mælt
með mæli eða vog. Hins vegar er augljóst, að
íslenzkri menningu heggja vegna Atlantshafs-
ins er og verður að því ómetanlegur styrkur,
að hið hezta, sem völ er á á sviði bókmennta,
lista og mannkosta meðal Islendinga hér heima
og fólks af íslenzkum ættum vestan liafs, verði
kynnt sem bezt báðum megin hafsins.
Þá kem ég að svari við síðustu spurning-
unni.
Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi
hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íslenzkr-
ar menningar — ekki aðeins vestan hafs held-
ur og austan. Þetta ágæta félag þarf að halda
áfram að vera miðstöð og boðberi íslenzkrar
menningar vestan hafs. Þar í móti auki íslenzk
stjórnarvöld framlag sitt til starfsemi félagsins
og kynna á vestur-íslenzkri menningu hér á
landi.
Hin gagnkvæmu kynni verði m. a. fólgin í
því, er hér greinir:
Við og við verði efnt til sýninga vestan hafs
á verkum íslenzkra málara og myndhöggvara,
og hér heima verði sýnd listaverk manna í
Ameríku af íslenzkum ættum.
Gagnkvæmar heimsóknir tónlistarmanna,
leiklistarfólks, söngkóra, íþróttafólks o. þ. u. I.
verði svo oft sem verða má.
Þýða þarf úrvals bókmenntir íslenzkra höf-
unda á ensku og þeirra höfunda af íslenzkum
ættum, er rita á ensku, á íslenzku, til þess að
þeir, sem ekki skilja rit þeirra til hlítar á
frummálinu, geti notið þeirra og kynnzt höf-
undunum.
Margt fleira mætti nefna, en ég vil að lok-
um drepa á það atriðið, er mér stendur næst,
en það eru gagnkvæmar heimsóknir kennara
Og nemenda. Og síðast en ekki sízt legg ég til.
að komið verði á kennaraskiptum og sýning-
um á skólavinnu nemenda.
Um fyrstu tvö atriðin, þ. e. gagnkvæmar
heimsóknir nemenda og kennara að sumarlagi
verður að segja, að þar er um allmikinn ferða-
kostnað að ræða. En það þekkja þeir, sem
íeynt hafa, að vart mun önnur kynning milli
landa og þjóða áhrifaríkari en gagnkvæmar
heimsóknir skólanemenda og kennara, því að
þessir aðilar hafa sand^and við svo marga, er
heim kemur. Þess vegna teldi ég því fé vel var-
ið, sem veitt yrði til þessa.
Kennaraskipti milli landa hafa aukizt í
mörgum löndum á síðari árum og þótt gefast
vel. Fyrir atbeina Þjóðræknisfélags íslendinga
í Vesturheimi er í ráði, að kennslukona í
Winnipeg af íslenzkum ættum, sem fullt vald
hefur á íslenzku máli, fái kennarastöðu næsta
skólaár (1958—59) í barnaskóla í Reykjavík,
og líkur eru til þess, að kennari frá Islandi vel
fær í ensku, geti átt kost á kennslu við skóla í
Winnipeg. Þeir kennarar, sem starfa í barna-
skólum hér á landi, þurfa að kunna íslenzku,
en í mörgum framhaldsskólum ættu enskumæl-
andi kennarar að geta fengið starf við kennslu
í ensku.
Ég tel, að hér sé um mjög athyglisvert ný-
mæli að ræða til eflingar gagnkvæmum kynn-
um á högum, háttum og menningu Islendinga
austan hafs og vestan, sem báðum aðilum má
að gagni verða og gleði um ókomin ár.
Þessum orðum mínum lýk ég með erindi úr
Hávamálum, er þannig hljóðar:
Sá einn veit,
es víða ratar
ok hefr fjöld of farit,
hverju geði
stýrir gumna hverr
sá ’s vitandi vits.
E D D A
73