Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 107
Pó!l V. G. Kolka,
héraðslœknir:
Víkingar í Vesturheimi
Páll V. G. Kolka.
Sagnaritarinn mikli, Arnold J. Toynbee,
sem boðinn var til Islands fyrir skömmu og
hélt þá fyrirlestra í Háskóla íslands, bregður
ckki aðeins upp myndum af því, sem átti sér
stað, í hinu mikla verki sínu A Study of Histo-
ry, heldur víkur líka stundum að því, sem
hefði getað orðið, ef rás sögunnar befði tekið
dálítið aðra stefnu en varð. Þetta stórkostlega
ritverk hans í 10 bindum er fyrst og fremst
rannsókn og greinargerð um orsakir, eðli og
Lrun þeirra menningarskeiða, sem mannkynið
eða öllu heldur einstakar þjóðir bafa runnið á
liðnum öldum. Ekkert hefur fangað ímyndun-
arafl rnitt við lestur þessa ritverks eins og það,
sem hann segir urn skandinaviska menningu
víkingaaldarinnar, enda er það mál oss Islend-
ingum næsta skylt. Mikil fólksfjölgun og land-
þrengsli heima fyrir, ef til vill stafandi af
versnandi árferði, ásamt ævintýraþrá og at-
bafnavilja, knúðu strandbúa norrænna landa
til ránsferða yfir hafið í austurveg og vestur-
veg og síðar meir til slórkostlegs útflutnings
iólks og til landvinninga í framandi löndum,
svo sem írlandi, Englandi, Normandy, Sikil-
ey og Rússlandi. Síðast barst þessi alda til ís-
lc.nds og leifar hennar þaðan til Grænlands og
Vínlands, þar sem hún fjaraði með öllu út.
Víðast livar hittu víkingarnir fyrir sér fjöl-
byggð lönd og menningu, sem stóð hærrá en
þeirra eigin. Því runnu þeir sarnan við það
iólk, sem fyrir var í þessum löndum og glöt-
uðu tungu sinni, nema á íslandi og Grænlandi,
þar sem þeir komu að ónumdu landi. Prófessor
Toynbee segir, að in skandinaviska menning
hafi náð hámarki sínu á Islandi og munu flest-
ir vera honum sammála um það, en hann bætir
því við, að e/ leiðin til íslands og vestur um haf
hefði fundizt tveimur öldum fyrr og ef öll sú
mikla orka og mannafli, sem norrænar þjóðir
lögðu í víkingaferðirnar, hefði ekki dreifzt til
margra landa, lieldur að mestu beinzt í eina
átt, lil íslands og þaðan vestur um Atlantshaf,
þá væri norræn tunga nú töluð um allt megin-
land Norður-Ameríku og íbúar þessarar
heimsálfu beinir arftakar og ávaxtendur þeirr-
ar sérstæðu og háþroskuðu menningar, sem til
varð á Islandi við lok víkingaaldar.
Þessi möguleiki glataðist eins og svo margir
aðrir, en mynd hans er samt til í huga manns,
myndin af íslandi sem móðurlandi Norður-
EDDA
105