Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 77
iiýléndu, sem ekki liefur verið gefinn mikill
gaumur hér á Islandi, en er þó að mínum dómi
Vel í frásögur færandi. Þarna í Nýja-íslandi
var sem sé um níu ára bil íslenzkt sjálfstjórnar-
ríki með lögum, sem Islendingar settu sjálfir,
og embættismönnum, sem þeir kusu úr eigin
liópi.
Undir eins fyrsta haustið fundu nýlendu-
menn nauðsyn þess að kjósa svokallaða bæjar-
nefnd, sem í rauninni var fyrsta bæjarstjórn á
Gimli. Þeir, sem þá hlutu kosningu, voru
þessir: Olafur Olafsson frá Espihóli, Friðjón
Friðriksson frá Harðbak, Jakob Jónsson frá
Munkaþverá, Jóhannes Magnússon frá Stykk-
ishólmi og John Taylor, skozkur maður, sem
bafði tekið sérstöku ástfóstri við íslendinga,
umboðsmaður Kanadastjórnar og hafði milli-
göngu um þau mál, er snertu viðskipti stjórn-
arinnar og íslendinga. Var John Taylor vel
metinn maður. Onnur dóttir hans giftist Hall-
dóri heitnum Briem, sem snemma hafði prest-
þjónustu meðal landa í Nýja-íslandi og síðar
varð bókavörður í Reykjavík.
Næsta vor taka menn að dreifast út yfir
byggðina, nema lönd til ábúðar, ryðja skóga
og undirbúa ræktun. Landið er skógi vaxið
mjög, og í þá daga voru víða feu og mýrar-
flákar. Og ekki bætti það um, að alls konar
flugur og skorkvikindi settust að mönnum og
píndu þá sýknt og heilagt. En landinn gafst
ekki upp við neitt. Nú, eftir meir en áttatíu ár,
eru á þessum slóðum myndarlegir búgarðar og
fiskiþorp. En sú breyting hefur ekki orðið án
fyrirhafnar. Bæði líkamlegt og andlegt erfiði
hefur það kostað að nema þetta land og hag-
nýta það. En þrátt fyrir þrek og atorku hvers
einstaks rnanns, hefði það seint unnizt, ef menn
hefðu ekki leitazt við að bera byrðarnar hver
með öðrum. Þrátt fyrir allt, sem á móti blés,
talar margt gamalmennið um það sem hina
góðu, gömlu tímá, er frumbyggjarnir hjálpuð-
ust að því að berjast hinni ströngu lífsbaráttu.
Ef til vill er það tal eitthvað sprottið af rósalit
bernskuminninganna. En þó er það víst, að
sterk og eindregin samhjálp var hvorki meira
né minna en lífsnauðsyn. Elestar nýlendurnar
voru stofnsetlar þar, sem ekki var neitt skipu-
lagt sveitarfélag myndað meðal hvítra manna.
Þar var ekkert af því, sem vant er að íryggja
líf og eignir manna í venjulegu þjóðfélagi. Þar
voru hvorki læknar né spítalar, hvorki skólar
né kirkjur, hvorki sveitarstyrkir né lánsstofn-
anir, hvorki embættismenn né aðrir starfs-
menn, sem settir voru af hinu opinbera til þess
að vinna að andlegri eða líkamlegri heill al-
mennings. I stað þess varð að koma hjálpsemi
eins við annan, frjáls samtok nágrannanna við
nauðsynleg störf. Urðu menn þá löngum að
taka að sér hin fjölbreytilegustu verk, eins og
segir í íerskeytlu Stephans:
Löngum var ég læknir minn,
Jögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, liestur.
Brátt fundu menn þó í Nýja-íslandi, að
nauðsyn var að skipuleggja samstarfið í svo
slórum og fjölmennum byggðum sem þar risu
upp. Mun tvennt hafa hert mjög á þeim í því
efni. Annað var það, að nýlendusvæðið var ut-
an við öll fylki Kanada, en átti að nafninu til
að vera undir yfirstjórn fylkisstjórans í Mani-
toba, sem þá var ekki nema helmingur af nú-
verandi Manitoba-fylki. Hilt var loíorð Kan-
ada-stjórnar fyrir því, að íslendingar skyldu
hafa einkarétt á landinu meðfram Winnipeg-
vatni. Enginn maður af öðru þjóðerni mátti
setjast þar að, nema með leyfi Islendinga
sjálfra. Seinna atriðið bendir til þess, að það
hafi beinlínis vakað fyrir fyrstu innflytjend-
unum, að þarna skyldi í framtíðinni myndast
E D D A
75