Edda - 01.06.1958, Side 144
þótti þó merkilegast við þennan forseta var,
að hann þurfti hvorki að vera forsetasonur eða
kóngssonur, því að bændasynir og jafnvel kot-
ungasynir gátu orðið forsetar. I ævintýrum
hafði ég heyrt frá því sagt, að sonur karls og
kerlingar. úr koti, gat orðið kóngur, ef hann
var nógu vitur. En nú var ég kominn á þann
aldur, að ég vissi, að ævintýrin voru ekki
sannar sögur, og aðeins kóngasynir gátu orðið
kóngar. En ég vissi líka, að frændi minn sagði
mér satt um Ameríku. Styrktist nú það álit
mitt, að hún væri bezta og merkilegast land,
sem til væri í allri veröldinni. Þótti mér leitt,
að faðir minn skyldi ekki hafa neinn hug á að
flytja þangað, þar sem hann gæti orðið stór-
anðugur maður. Eg hafði heyrt, að þegar
bræður hans fóru til Ameríku, hefðu þeir ver-
ið fátækari en hann, því að hann átti jörð til
þess að búa á, en þeir ekki, en nú voru þeir
orðnir miklu ríkari en hann. En mest heill-
andi var þetta með forsetann. Islenzkur strák-
ur, sem væri duglegur að hafa sig áfram, gat
í Ameríku orðið forseti eins og hver annar.
Það hafði ég ráðið af fræðslu þeirri, er ég
fékk hjá vesturfaranum, frænda mínum.
Mörg bréf og myndir komu frá Metúsalem
föðurbróður mínum, en aldrei hvatti hann
föður minn til þess að flytja vestur, enda var
faðir minn svo samgróinn jörð sinni, að á
henni vildi hann ala aban aldur sinn, eins og
Gunnar forðum í Fljótshlíðinni fögru. Þegar
ég sjálfur vitkaðist, komst ég á söniu skoðun
og faðir minn, að bezt væri að lifa og deyja á
ættjörðinni.
Saga mannkynsins er óslitin orsakakeðja.
Þannig er og saga allra þjóða og allra ein-
slaklinga. Orsakirnar til fólksflutninganna frá
íslandi til Ameríku, áttu sér sumar svo djúp-
stæðar rætur, að það má rekja þær eins langt
aftur í tímann og vér þekkjum sögu vora. í
blóði forfeðra vorra, er námu ísland, var þrá
til að nema ný lönd, betri lönd, en þeir höfðu
áður þekkt. Þess vegna reyndu þeir fyrstir
allra Evrópuþjóða að nema Ameríku.
Um aldir var meginhluti þjóðarinnar sem
innilokaður fangi. Þjóðin var kúguð og rupl-
uð af erlendu valdi. Harðæri og drepsóttir
deyddu fjölda manna á tiltölulega fárra ára
fresti. En samt lifði útþráin í Jjrjósti hennar,
en getan til þess að svala útþránni var engin.
Loks þegar um þriðjungur var af 19. öld,
fór að sjást skíma á lofti í þjóðlífi Islendinga,
eftir myrkar aldir. Verzlunin var gefin frjáls
á sjötta •tug aldarinnar, fjái'hagur bænda varð
víða sæmilegur, og svo kom, að þjóðin fékk
talsvert stjórnarfarslegt frelsi árið 1874.
Landsmönnum hafði fjölgað mikið frá því um
aldamótin 1800, og ýmsir höfðu þá skoðun,
að fólkið væri að verða of margt í landinu.
Árið 1875 spúði Askja eldi og eimyrju yfir
Austurland. 16 jarðir lögðust í eyði og 200
jarðir stórskennndust. Þykkt öskulag huldi
mikinn hluta Austurlands. Það varð að moka
öskunni af túnunum og dysja hana, og engjar
voru nær því ósláandi vegna hennar. Þetta var
höfuðorsök til mikils fólksstraums frá Austur-
landi vestur um haf, en þá tók Kanada opnum
örmum við innflytjendum frá Islandi sem öðr-
um Evrópulöndum. Á harðindatímabilinu
milli 1880—90 magnaðist útflytjendastraum-
urinn frá öllu landinu. Margir héldu þá í
fullri alvöru, að Island væri að verða óbyggi-
legt land. Sú skoðun kemur ljóst fram í erindi,
er séra Jón Bjarnason hélt í Mountain í Da-
kota árið 1888. Var það prentað sama ár í
Reykjavík. Nafn erindisins var: „ísland að
blása upp“.
Vesturfaraagentar komu árlega um langan
tíma til þess að leiðbeina þeim, sem fluttu
vestur. En hvort þeir hvöttu menn til þess að
142
EPDA