Edda - 01.06.1958, Side 142
„Sé ég hendur mánna mynda
megin-þráð yfir höfin bráðu,
þann er lönd og löðúr bindur
lifandi orði suð’r og norður.
Meira tákn og miklu stærra
megin-band hefur guðinn dregið,
sveiflað og fest með sólar-afli
sálu fyllt og guða-máli.“
íslandi er það heiður og íslendingum gleði,
hve íslenzka þjóðbrotið í Vesturheimi ber
merki Islands hátt. Mikill fjöldi manna af ís-
lenzku bergi hafa komizt li l áhrifa í stjórn-
málum, vísindum og á öðrum sviðum. Við
megum vera hróðugir og þakklátir fyrir,
hversu margir mikilhæfir forystumenn og leið-
togar eru af íslenzkum ættum í Vesturheimi.
Pað er gleðilegt okkur, sern hofum átt þess
kost að ferðast um Kanada og Bandaríkin, að
verða hvarvetna vör þeirrar miklu tryggðar og
ríku trúmennsku til Islands, sem auðkennir
svo mjög Vestur-íslendinga. Virðing og ást á
íslenzkri tungu og þjóðerni er þeim heilagt
mál. Þetta er því dásamlegra sem þessu er
viðhaldið í þriðja og fjórða ættlið frá land-
nemunum.
Eitt af því, sem snortið hefur mig mest í
þessu efni, er samtal, er ég átti við húsfreyju
eina í Kanada fyrir 19 árum síðan. Maður
hennar af íslenzkum ættum, hefur getið sér
mikinn og víðan orðstír langt út fyrir raðir
Islendinga, fyrir framúrskarandi frammistöðu
í sínu fagi. Húsfreyjan var kanadísk af allt
öðrum þjóðstofni. En svo var hún gagntekin af
rækt til íslands og alls þess, sem íslenzkt er,
að hún sagðist vilja og hafa ákveðið að íveir
synir þeirra hjóna skyldu til íslauds fara, læra
þar fullkomlega íslenzku, kynnast Islending-
um, öðlast þar hluta af sinni lífsundirstöðu,
því Island væri þeirra annað föðurland. Slík
var tryggð þessarar erlendu konu orðin við
Island af sambúðinni við hinn ágæta mann
hennar.
Meðan þannig hugsunarháttur ríkir, þurf-
um við ekki að kvíða framtíð íslenzka kyn-
stofnsins í Vesturheimi.
Séra Matthías endaði ljóð sitt með þessum
eggj unarorðum:
,,Særi cg yðiir við sól og báru,
særi yður við líf og æru,
yðrar tungu (orð þó yngist)
aklrei gleyma í Vesturheimi!
Munið að skrifa megin-stöfum
manna-vit og stórhug sannan.
Andans sigur er ævistundar
eilífa lífið. Farið heilir!
Við hér heima á Islandi horfum vestur um
haf til Vestur-Islendinga með virðingu og
mikilli þökk fyrir trúmennsku og tryggð við
allt, sem sannast er og bezt í fari Islendinga,
og það er bæði ósk okkar og vissa, að áfrant
haldist góð og heilbrigð tengsl milli Islendinga
austan og vestan Atlantshafsins. Til þess
þurfum við og viljum við hér heima einnig
leggja fram okkar skerf.
140
E D D A