Edda - 01.06.1958, Qupperneq 57
orðið í Bandaríkjunum, bæði livað snertir nú-
verandi framleiðslu og þá ekki síður ef franj-
leiðslan vex.
Auk sjávarafurða, sem fluttar eru út frá
Islandi til Vesturheims, hefur einnig verið flutt
út nokkuð aí landbúnaðarvörum, ull og gær-
um, og nú upp á síðkastið fryst kindakjöt.
Utflutningur á vörum unnum úr íslenzkri ull
er nú í athugun.
Því er ekki að neita, að nokkrir erfiðleikar
hafa verið á því að finna aukinn markað í
Bandaríkjunum fyrir íslenzkar framleiðslu-
vörur. Þar er fólksfjöldinn mjög mikill og
framleiðslugetan á mjög háu stigi og því mik-
ið framboð á alls konar varningi. Þótl mark-
aðurinn þar sé stór, þarf oft öfluga sölustarf-
semi og sölutækni til þess að árangur náist.
Vissulega er það kostur út af fyrir sig, að
markaðurinn er mjög stór, og þær vörur, sem
ná hylli neytenda, geta selzt í stórum stíl ef
vel teksl til. Möguleikarnir eru því miklir en
markaðurinn að ýmsu leyli erfiður.
I Vesturheimi rnunu búsettir um 45.000
manns, sem eru af íslenzkum ættum. Hér er
um að ræða hvorki meira né minna en fjórðung
af íbúatölu íslenzku þjóðarinnar. Gera má ráð
fyrir, að margt af þessu fólki hafi áhuga á að
greiða fyrir sölu á íslenzkum framleiðsluvör-
um, sem á boðstólum eru vestan luifs. Hér
gætu Islendingar því átt góða fulltrúa í sam-
bandi við utanríkisverzlunina. Einnig eiga
ýmsir Islendingar vestan hafs verzlunarfyrir-
tæki, og gagnkvæm viðskipti gætu því komizt
á með vaxandi samstarfi íslendinga, austan
hafs og vestan.
I sambandi við utanríkisverzlun íslands er
því mjög æskilegt, að aukið samstarf og nán-
ara samband komizt á milli íslendinga austan
hafs og vestan. Margar leiðir koma hér til
greina. Eitt hið fyrsta, sem þyrfti að gera, er að
kynna íslenzkar framleiðsluvörur fyrir Vestur-
íslendingum. Það getur að vísu verið erfitt
r
verk vegna þess, að flestir Islendinganna eru
dreifðir um Bandaríkin og Kanada. Eins og
áður er tekið fram, eru tvær íslenzkar skrif-
stofur í New York, sem annast sölu á íslenzk-
um vörum, og væri æskilegt að sem flestir
Vestur-íslendingar hefðu samband við þessar
skrifstofur og létu í ljós hugmyndir sínar um
það hvernig bezt væri að koma á skipulögðu
samstarfi í markaðsleit fyrir hinar íslenzku
afurðir.
Hér er ekki vettvangur lil ýtarlegra um-
ræðna um leiðir til markaðsöflunar og verzl-
unar vestan liafs. En því er á þessi mál minnst
hér, að hér er um að ræða stórmál fyrir Island
í dag, mál sem æskilegt er að sem flestir hug-
leiði. Og við, sem á íslandi búum, vitum, að
frændur okkar vestra hafa að ýmsu leyti betri
aðstöðu en við til að gera sér grein fyrir við-
fangsefninu og möguleikum til árangurs vegna
þekkingar þeirra og kynna af staðháttUm öll-
um, Þess vegna væri það okkur mikilsverður
þáttui’ í væntanlegu auknu samstarfi við Vest-
ur-íslendinga, ef almennur áhugi þeirra mætti
skapast fyrir aukningu á viðskiptum Islands
og Vesturheims. Efling þeirra viðskipta er eitt
af málum málanna fyrir Island í dag.
H D D A
55