Edda - 01.06.1958, Qupperneq 24
hafa þær á boðstólum svo teljandi sé. Verzlun
með slíkar vörur vestra mundi því bæði vera
kærkomin Vestur-Islendingum og greiða okk-
ur hér heima sölu á þeim, því að vitanlega
myndu fleiri en Vestur-Islendingar einir koma
til með að kaupa vörurnar, ef þær væru á hoð-
stólum.
36. Hafin verði samvinna við skógrækl-armenn i Canada
með tilliti til útvegunar ó trjófræi og plöntum, og
nómsdvala íslenzkra skógræktarmanna ó skógrækt-
arstöðvum vestan hafs.
Fjöldi Vestur-íslendinga hefir áhuga á því,
að unnt verði að klæða gamla landið skógi, og
hafa sýnt það með höfðinglegum gjöfum. Þá
framréttu hönd verðum við að taka í með
fögnuði. Enda þótt við getum ekki fullyrt fyr-
irfram, hversu mikinn hag mætti af þessu
sambandi hafa, er hér um svo mikilvægt mál
að ræða, að einskis má láta ófreistað í því
nauðsynjamáli okkar.
37. Þjóðræknisfélög Islendinga vestan hafs og austan
hafi forgöngu að því, að Islendingar bóðum megin
hafsins geti skipzt á gjafabögglum einkum fyrir jól
og við önnur hótíðleg tækifæri.
Vitað er um að margir hafa hug á slíkum
smásendingum, sem ætíð eru mest til gamans
bæði sendanda og viðtakanda, en ýmsir örð-
ugleikar hafa verið á þessu meðal annars
vegna tollaákvæða, sem þyrfti að fá létt af
slíkum sendingum á báðum stöðum.
V. Ýmislegt.
\
38. Stutt verði að byggingu íslendingahúss í Winnipeg.
Winnipeg hefir fram að þessu verið höfuð-
staður Islendinga í Vesturheimi, og svo mun
enn verða, meðan íslendinga gætir þar að
nokkru. Vestur-íslendingar hafa um nokkurt
skeið haft það mál á dagskrá að koma upp ís-
lenzku félagsheimili, og hefir Þjóðræknisfé-
lagið tekið það mál á dagskrá sína. Ef einhver
veruleg framkvæmd á að hefjast liéðan að
heiman í þessum málum öllum, er það þeim
ómetanlegur styrkur, að slíkt væri til, og því
ætti það að verða eitt fyrsta framkvæmdar-
atriðið að styrkja stofnun slíks félagsheimilis
lslendinga í Winnipeg.
33. Auglýst verði eftir tillögum meðal Islendinga vcstan
hafs og austan, hvað gera skuli til aukins samstarfs
milli þjóðanna, og spurzt fyrir uni, hverjar af tillög-
um þeim, er hér liggja fyrir, þeir telji brýnasta nauð-
syn að framkvæma fyrstar. Samið verði við blöð og
tímarit, sem Islendingar beggja megin hafsins róða
yfir, svo og Ríkisútvarpið, að vinna að þessum mól-
um með stuttum fréttum og tilkynningum.
40. Leitað verði upplýsinga um, hvað hinar Norður-
landaþjóðirnar gera og hafa gert til að halda við
sambandi og samstarfi við landa sina i Vesturheimi,
og ef til vill taka upp samvinnu við þær, ef heppi-
legt reynist og framkvæmanlegt.
IV.
Niðurlagsorð
Hér hafa verið settar fram og ræddar 40
tillögur um það, sem gera má og gera þarf
meðal annars, til þess að efla og auka tengslin
milli Austur- og Vestur-Islendinga, og stuðla
að því, að íslenzkt þjóðerni fái haldizt við í
Vesturheimi. Mér er fullljóst, að þær verða
ekki allar framkvæmdar í einu. En eitt er það,
sem í senn er létt að framkvæma, og ekki má
22
E D D A