Edda - 01.06.1958, Qupperneq 29
Bjarnason og séra Friðrik Bergmann, skyklu
ekki bera gæfu til samþykkis. Séra Jón kom
vestur í Vatnabyggðir, prédikaði og flutti er-
JJidi. Hann bauð mér að heimsækja sig, er ég
kæmi til Winnipeg. Nokkru seinna gisti ég þar
k.já séra Friðriki. Eg sagði honum, að nú ætl-
aði ég að halda á fund séra Jóns og spurði,
kvort hann ætlaði ekki að koma með. Hann
þagnaði við og tók að ganga fram og aftur um
skrifstofu sína. Loks gekk hann að einum
hókaskápnum, tók út úr honum eitt bindi af
Breiðablikum, blaðaði í þ eim og gekk síðan
mín og sagði: „Lesið þetta og segið mér
S’íðan, hvort þér álítið, að ég geti heimsótt
séra Jón, eftir að hafa skrifað þetta um hann.“
f'að var auðvitað ekki neitt lof, sem ég las, en
ég svaraði: „Já, ég álít, að þér getið það.“
Aftur þagði séra Friðrik litla stund, en sagði
svo: „Ég ætla að koma með.“ Síðan gengum
við til séra Jóns. Honum brá nokkuð, er hann
&á séra Friðrik, tók við yfirhöfnum okkar og
hauð okkur inn í skrifstofu sína og ræddum
við þar saman nokkra stund. Síðan kvöddumst
við, og sá ég aldrei séra Jón eftir það. Hann
andaðist á næsta ári. En séra Friðrik skrifaði
tnér á eftir: „Koma okkar til séra Jóns greiddi
mér veginn að banasæng bans. Haim tók mér
með blíðu. Hann sagði: 1 bréfum mínum til
þín fyrrum ávarpaði ég þig: Elskulegi vinur.
Nú vil ég, að í því ávarpi felist allt hið sama
°g þá.“
Ef til vill hefir ekkert stutt betur að því að
faigja ófriðaröldurnar en þetta handtak þeirra.
III.
I Vatnabyggðum var prestur á undan mér
Jakob Lárusson, mannvinur mikill, brennandi
í anda og prédikari góður. Þótt hann væri þar
aðeins eitt ár, urðu hans spor. Eftir mig komu
þrír prestar að heiman: Séra Jakob Kristins-
son, séra Eriðrik A. Eriðriksson og séra Jakob
Jónsson, allir frjálslyndir áhugamenn, er
ræktu prestsstarf sitt af mikilli prýði. Heim-
sækir séra Friðrik nú aftur söfnuði sína og
starfar hjá þeim.
íslenzku söfnuðirnir í Norður-Dakota nutu
einnig um langt skeið prestsþjónustu að heim-
an, fyrst séra Lárusar Thorarensens, sem var
ástsæll mjög og þótti prédikari ágætur, þá séra
Magnúsar Jónssonar, hins glæsilega gáfu-
rnanns, og svo séra Páls Sigurðssonar, er var
mjög lærður bæði í guðfræði og heimspeki. Og
nú þjónar þar ungur prestur síðustu árin, séra
Ölafur Skúlason, hæfileikamaður mikill, sem
nýtur óskoraðs trausts og samúðar safnaða
sinna.
í Argylebyggð vestur af Winnipeg þjónaði
séra Friðrik Hallgrímsson árin 1903—1925.
Festu störf hans djúpar rætur, og mátti finna
þar löngu síðar, hve minning hans þar var
björt og rík.
I Minneota í Minnesota í Bandaríkjunum
þjónaði nokkurt skeið dr. Friðrik Friðriksson.
Fékk hann einhuga köllun safnaðarfólksins um
að setjast þar að. Lék honum nokkur hugur á
því, en kaus þó lieldur að Iiverfa heim til Is-
lands. Hann eignaðist marga vini vestra, og
fagna þeir því enn, að hann skyldi vera prest-
ur þar, þótt ekki væri nema stuttan tíma.
IV.
Þannig er þó ekki nema hálfsögð sagan.
Prestarnir af íslandi, sem þjónuðu vestra, urðu
fyrir miklum áhrifum af kirkjulífi og safnað-
arlífi þar, og þeirra áhrifa hefir gætt í starfi
þeirra hér heima. Þau hafa t. d. vafalaust átt
sinn þátt í því, að hér risu sunnudagaskólar og
leikmannsstarf hefir aukizt í söfnuðunum.
ED D A
27