Edda - 01.06.1958, Síða 45
Bjarni Benediktsson,
alþingismaður:
Treystum forn frændsemisbönd
Bjarni Benedilctsson.
Auðvitað mundu íslendingar nú kjósa, að
þeir landar okkar, sem fluttu vestur um haf á
síðari hluta 19. aldar, hefðu ílenzt hér. Island
\erður um fyrirsjáanlega framtíð þeim mun
auðveldara land til að lifa í seni hér búa íleiri
menn.
Á hinn hóginn opnuðu vesturfarirnar ís-
lenzku þjóðinni víðari útsýn en hún hafði áð-
ur haft. Leiðin lá áður fyrr nær alltaf íil
Kaupmannahafnar og endaði þar. Fáar þjóðir
eru fremri hinni dönsku, en einokun í öllum
rnyndum er skaðsamleg. Vegna vesturfaranna
öðluðust þeir, sem eftir voru heima á Islandi,
margháttaðri kynni af umheiminum en áður
cg sáu, að möguleikarnir voru meiri en marg-
ir höfðu hugsað.
Aðalatriðið nú er þó, að vesturfarirnar cru
staðreynd, er ekki verður haggað, hvort sem
mönnum líkar betur eða ver. Og þar með fylg-
ir, að þeir sem vestur fluttu og því fremur af-
komendur þeirra í 2., 3. eða 4. lið, eru orðnir
menn annarra þjóða en hinnar íslenzku. Vitan-
lega gjalda þeir sínu nýja fósturlandi, hvort
heldur Canada eða Bandaríkjunum, fóstur-
launin með því að veita því liollustu sína um-
fram nokkurt annað land. Við Islendingar telj-
um sjálfsagt, að þeir annarra þjóða menn, sem
iá ríkisfang í okkar landi, fari svo að, og við
skiljum, að þeir, sem setjast að í öðru landi,
idjóta að koma eins fram gagnvart því, þótt
þeir séu af íslenzkum ættum.
En þessi sjálfsagða hollusta haggar ekki
ætíð tryggðinni til fyrri heimahaga eða fornra
ættstöðva. Engir þurfa frekar að halda á slíkri
tryggð en Islendingar, fámennir í afskekktu
landi. Einangrun þjóðarinnar er rofin, en sér-
stök tunga og kaldranalegt land leiða til hættu
á misskilningi um eðli þjóðarinnar og þess
vanda, sem hún á við að etja — einnig um
verndun þeirra verðmæta, sem hún vill sízt
rnissa.
Hér geta ættmenn okkar vestanhafs unnið
ómetanlegt starf fyrir íslenzku þjóðina. Island
ei að vísu orðið annað og betra land en þegar
vesturfararnir fóru héðan. En enn geyma þeir
og afkomendur þeirra þekkingu á tungu og
EDDA
43