Edda - 01.06.1958, Síða 23
niörgum þeirra er torvelt eða nær ókleift að
afla sér íslenzkra Lóka að nokkru ráði. Naum-
ast mundi íslenzka bókaútgefendur muna það
nokkuð fjárhagslega, þótt þeir sendu árlega
nokkrar bækur vestur um haf. En vel mætti
vera, að slíkar bókasendingar yrðu auglýsing
fyrir starfsemi þeirra, og gæti orðið til þess
að skapa þeim nokkurn markað þar vestra. En
þó svo ekki yrði að neinu ráði, myndi bóka-
og blaðasendingar héðan að heiman geta orðið
til styrktar íslenzku þjóðerni og tungu vestan
hafs.
29. Send verði jólakveðja til vestur-islenzkra barna.
Margir munu enn minnast jólakveðjunnar,
sem dönsk sunnudagaskólabörn sendu íslenzk-
um börnum um eitt skeið. Yoru þær oft vel
þegnar hér í fásinninu. Þennan sama hátt gæt-
um við tekið upp og sent frændbörnum okkar
vestan hafs jólakveðju. Auk lesmáls, sem eink-
um snerti íslenzka sérháttu, ætti slík jóla-
kveðja aðallega að vera myndir frá íslandi.
Slíkar jólakveðjur, þótt litlar væru, myndu
áreiðanlega vekja yngstu Vestur-íslendingana
til umhugsunar um gamla landið, og glæða á-
huga þeirra á því að kynnast því og frænd-
þjóðinni, er það byggir.
30. Stofnun íslenzkra leikfíokka og söngflokka í bæjum
og borgum meðal Islendinga vestra.
Þetta yrði að vísu aðallega mál Vestur-ís-
lendinga sjálfra. En kunnugt er, að við marga
örðugleika er að etja fyrir þá í þessu efni, og
fyrir þessu starfi mætti greiða á margan hátt
héðan að heiman, t. d. með sendingu leik-
stjóra, leikara og söngstjóra til að stofna og
leiðbeina leik- og söngflokkum og hleypa nýju
fjöri í þá, sem fyrir eru, og tengja starfsemi
þeirra samhliða starfi hér heima. Til greina
gætu komið söng- og leikferðir héðan að heim-
an.
31. Fféítoritari fyrir íslenzk blöð og Ríkisútvarpið starfi
vestan hafs.
Sbr. gr. 1, þar sem rætt er um fréttasöfnun
íslenzkrar upplýsingaskrifstofu í Winnipeg.
>V. Verzlunar-, viðskipfamál o. fl.
32. Verzlunarfulltrúar og markaðsleitarmenn leiti sam-
vinnu við fyrirtæki Vestur-lslendinga.
33. Arlega verði haldin islenzk heimilisiðnaðar- og iðn-
sýning í stærstu Islendingabyggðunum vcstan hafs.
34. Arlegri bóka- og blaðasýningu ósamt íslenzkri bóka-
verzlun verði komið á fót í Winnipeg.
35. Stofnsett verði verzlun með íslenzkar framleiðsluvör-
ur i Winnipeg og e. t. v. viðar, þar sem Islendingar
eru fjölmennastir.
Um þessar fjórar tillögur má segja hið
sama. Þær miða allar að því að efla verzlun-
arsambönd á milli þjóðanna. Ef þær kæmust
í framkvæmd væri tvennt unnið: I fyrsta lagi,
Vestur-Islendingum væru kynntir íslenzkir
framleiðslu- og viðskiptahættir, en á hinn bóg-
inn gæti þarna verið um verulegar hagsbætur
að ræða fyrir íslenzka utanríkisverzlun og
framleiðslu, því að ef til vill opnuðust með
þessum hætti leiðir að nýjum mörkuðum. Það
er alkunna, að marga Vestur-Islendinga fýsir
að kaupa ísl. framleiðsluvörur, einkum mat-
vörur, en sá hængur er á, að þær er nær hvergi
að fá þar vestra, og of lítið hefir verið gert að
því af Islendinga hálfu, að kynna þær eða
E DD A
21