Edda - 01.06.1958, Qupperneq 136
ekki ímynda okkur að Vestur-Islendíngar þjá-
ist af þrá til að flytja búferlum til Islands.
Því miður, verður jafnvel svo fráleit hugmynd
á vegi manns, sem sú, að við strendur Atlants-
hafs eða Kyrrahafs, eða einhvers staðar þar á
milli í húsældar sveitum eða borgum Ameríku
standi fjölmennur hópur og horfi tárvotum
augum yfir hafið í djúpri þrá til gamla lands-
ins. Tár frumhýlinganna og gamla fólksins eru
þornuð, sum löngu þornuð. En slíkar hug-
myndir um hug Vestur-Islendinga eru jafn
fjarri sanni eins og hugmyndir þeirra sumra,
að Islendingar heima eigi vart til munns eða
skeiðar, og hugsi um það helzt að reyta saman
í fargjald í skipalest vestur um haf.
En hitt er annað mál, að milli þessara fjar-
stæðna er svo raunveruleikinn, viðhorfið í
dag, samhugur Islendinga og frænda þeirra í
Vesturheimi. Þann vinarhug er sjálfsagt að
efla. Þá frændsemi her að styrkja og rækja,
en aðeins að því skapi, sem eðlilegt er og
háðir aðilar óska gagnkvæmt eftir. Hvað skal
þá gjöra? Ymsir menn, kunnugir og ókunn-
ugir, hafa bent á margt sem gjöra má í þessum
efnum.
Fjölmargir menn hafa farið að heiman til
að heimsækja Vestur-lslendinga undanfarin
ár, og hafa að jafnaði margir verið á ferð ár-
lega. Þótt aðalbyggðir Vestur-Islendinga séu
í Manitoha og Winnipeg sé höfuðborg Islands
í Vesturheimi, má ekki gleyma því, að fjöldi
íslendinga hýr í öðrum fylkjum Kanada, svo
sem Saskatschewan, og allt að Kyrrahafs-
strönd. í Vancouver, í fylkinu British Colum-
hia, er t. d. talsverður hópur fólks ættað frá
Islandi. Það heldur hópinn, og þar er kirkju-
söfnuður, sem þjónað er af íslenzkum presti.
Einnig eru Vestur-íslendingar dreifðir um
fjöldamörg ríki Bandaríkjanna. Einkum er þá
að finna í ríkjunum suður af Manitoha, í
Mínnesota og Norður-Dakota. En í flestum
borgum og hyggðum má finna fólk frá Islandi.
Það hefur félagsskap með sér t. d. í Minneota
og Minneapolis, Spanish Forks í Utah, í
Seattle, San Francisco og Los Angeles. Einnig
er alltaf talsvert um íslendinga í New York
og Washington, höfuðhorg Bandaríkjanna, en
fæst af því fólki mundi talið til Vestur-lslend-
inga. Þeir sem fara að heiman í opinberum
crindum lil að heimsækja hyggðir Islendinga
þyrftu jrví víða að fara, ef þeir æltu allra að
vitja. Á ýmsum þessara staða hefir nýtt líf
færst í gamtök og félagslíf Vestur-Islendinga
við það, að nýir kraftar hafa bætzt í hópinn,
einkum ungar konur frá íslandi, sem gifzt hafa
amerískum mönnum.
Eg tel það æskilegt, að menn frá íslandi
heimsæki byggðir íslendinga á hverju ári.
Margir fara af sjálfsdáðum til að heimsækja
skyldmenni vestanhafs, og eru að sjálfsögðu
aufúsugestir. Þeir sem koma á vegum ríkis-
stjórnarinnar eða opinherra stofnana, þurfa að
haga ferðum sínum á þann veg, að sem mest
gagn hljótist af. Oftast munu einhverjir gestir
írá íslandi hafa verið staddir á þjóðræknis-
þingi íslendinga í Vesturheimi, sem árlega er
haldið í Winnipeg í lok fehrúar. Það er á þeim
tíma, sem vetrarríki er mest þar nyrðra og erf-
iðast um ferðalög. Þetta hefir eðlilega orðið
til að draga úr þingsókn. Forráðamenn Þjóð-
ræknisfélagsins ættu að athuga það, hvort ekki
væri heppilegt að hreyta þingtímanum og
halda þingið t. d. um 17. júní árlega. Þá gætu
farið fram hin árlegu aðalhátíðahöld Vestur-
Islendinga og allir sameinast um þau. Það
mætti þá fella niður hátíðahöldin, seni um tugi
ára hafa farið fram að Gimli um 2. ágúst.
Vegna sameiningar liátíðahaldanna mætti bú-
ast við meira fjölmenni, og það ætti þá a'ð vera
föst regla að einhver kætni að heiman, annað-
134
E D D A