Edda - 01.06.1958, Side 123
Sigurður Sigurgeirsson,
bankaritari:
r
» Með Vestur-Islendingum
Söngför Karlakórs Reykjavíkur um Banda-
ríki Norður-Ameríku og Kanada árið 1946
verður þeim, er í henni tóku þátt, ávallt minn-
isstæð. Farnir voru samtals 21 þús. knr. og
haldnir 56 samsöngvar fyrir 96.500 áheyrend-
ur. Mér er þó óhætt að fullyrða, að koman til
Islendinganna í Norður-Dakota og Winnipeg
gnæfir hæst í endurminningunum.
Til Grand Forks komurn við 15. nóvember,
og viðstaðan þar var örstutt í þetta skiptið. Eg
notaði samt tækifærið til að hregða mér inn á
nokkurs konar „klínik“. Fékk buxurnar press-
aðar, skóna burstaða, rakstur og klippingu, því
að nú stóð mikið til. Næsti áfangastaður voru
Islendingabyggðirnar í Garðar og Mountain.
Þaðan voru nú komnir til móts við okkur þeir
séra Egill Fáfnis, Ragnar H. Ragnar og Har-
aldur Olafsson kaupmaður. Þegar ekið var af
stað, hafði einnig bætzt við í bílinn okkar ágæti
dr. Richard Beck. Þarna urðu sannkallaðir
fagnaðarfundir. Áfram brunaði bíllinn, og
mönnum var létt í skapi. Nú fór að skyggja. I
Sigurður Sigurgeirssun.
húminu segja komumenn okkur ýmislegt um
komu fyrstu landnemanna íslenzku á þessar
slóðir. Mér fannst umhverfið fá á sig ævin-
týralegan blæ, verða hálf íslenzkt. Við höfð-
um ferðast þúsundir kílómetra og áttum marg-
ar þúsundir ófarnar. Nú var líkast að við vær-
um rétt í þann veginn að koma heim.
Okkur var tekið opnum örmum, þegar stig-
ið var úr bílnum við samkomuhúsið í Garðar.
Fólkið stóð á hlaðinu og fagnaði okkur. Inni
voru langborð hlaðin góðgerðum, pönnukökur,
kleinur og jólakökur. Þjóðræknisdeildin Bár-
an hafði undirbúið samsæti. Ragnar H. Ragn-
ar, forseti deildarinnar, stjórnaði hófinu. Ragn-
ar þekktum við flestir frá veru hans í Reykja-
vík á hernámsárunum. Hann var nú lífið og
sálin í félagsmálum öllum á staðnum. Margar
ræður voru fluttar. Dr. Beck las upp kveðjur
til Karlakórsins frá fylkisstjóranum í Norður-
Dakota. Ragnar Stefánsson, leikari og skáld
frá Winnipeg fór með kvæði Guttorms J. Gutt-
ormssonar, Sandj Bar. I dramatískum flutn-
E D D A
121