Edda - 01.06.1958, Side 33
Benediki Gröndal,
alþingismaður:
Landar í bræðslupotti
Benedikt Gröndal.
Hinir miklu mannflutningar frá Evrópu
vestur um haf til Norður-Ameríku á síðustu
þrem öldum, munu án efa teljast til örlaga-
líkustu kafla mannkynssögunnar. Þjóðflutn-
ingar eru að vísu ekki nýtt fyrirbæri og hafa
tniklu hreytt fyrr. En þessu sinni fluttu ekki
lieilar þjóðir, heldur ótal þjóðahrot, stór og
smá, í aðra álfu og ldönduðust þar til að
mynda tvær nýjar þjóðir, er nú sýna hraðvax-
íuidi ])jóðleg sérkenni.
Þessar tvær þjóðir, Bandaríkjamenn og
Kanadamenn, hafa þegar á unga aldri markað
djúp spor í söguna. Þær hafa komizt allra
þjóða lengst í veraldlegum hugsjónum, tækni
og vísindum. Þær hafa gert virðingu og frelsi
einstaklingsins að kjarna lífsskoðunar sinnar,
trúar og þjóðskipunar. Ef þessara tveggja
norður-amerísku þjóða hefði ekki notið við
síðustu áratugina, er vafasamt að frelsi og
lýðræði ættu enn í fullu tré við öfl einræðis
og harðstjórnar.
Eitt af smæstu þjóðal>rotum, sem vestur
fluttu, kom frá íslandi. Þetta fólk leitaði sér
að landi, þar sem það gæti setzt að og byggt
upp nýtt, íslenzkt þjóðfélag. Það átti kost
landssvæða, sem nú eru meðal auðugustu
landbúnaðarhéraða veraldar. En ókunnugleiki
á öðru en sauðfjárbúskap og fiskveiðum réði
því, að Nýja Islandi var valinn staður á bökk-
um Winnipegvatns, þar sem sameina mátti
nokkurn búskap og fiskveiði. Síðan hefur þetta
fólk ásamt afkomendum sínum dreifzt víðs
vegar um hið mikla meginland, frá Atlants-
hafsströnd vestur til Kyrrahafs.
Þetta þjóðarbrot hefur að einu leyti nokkra
sérstöðu. Það kallar sig og er kallað Vestur■
Islendingar, en ekki Islenzkir Ameríkumenn,
sem hefði verið að hætti þess, er tíðkaðist með
nálega öllum öðrum þjóðabrotum vestra.
Þetta hefur vafalaust stafað af þeirri ástæðu,
að útflytjendurnir ætluðu sér að stofna nýtt,
íslenzkt ríki, og hvorki þeir, né hinir, sem
heima sátu, gátu ímyndað sér hvernig fara
mundi: að þetta fólk hlyti að l)landazt öðrum
E D d A
31