Edda - 01.06.1958, Qupperneq 104
Ólafur Thors,
fyrrv. forsœtisráðherra:
Þið vörpuðuð ljóma yfir ættjörðina
Við viljum styrkja ættarböndin.
Ulafur Thors.
Landflótti undan íslenzkri einangrun, fá-
tækt, harðæri, hallæri og skorti, í leit að gjaf-
mildari móður. Erfiði, strit, mannraunir og
vonbrigði.
Hörmuleg blóðtaka. Mikill missir. Sárs-
aukablandinn söknuður og sorg.
Þannig er saga upphafs íslandsbyggðar í
Vesturheimi. Saga þeirra, sem fóru, og hinna,
sem eftir urðu.
Hún hefst sem sorgarsaga. Hún er saga lífs-
ins, og heldur því áfram. En í dag er hún saga
stórra sigra og mikils veraldlegs og andlegs
velfarnaðar þeirra, sem fóru og hinna, sem
eftir urðu.
Við, sem eftir sátum, fögnum hjartanlega
sigrum og velsæld þeirra, sem í hamingjuleit-
ina lögðu, en við minnum þó á, að einnig hér
heima lá gæfan í leyni. Enginn hefði þess
vegna þurft að leita vestur um álinn, hvorki til
þess að fá að „moka skít fyrir ekki neitt“, né
heldur til þess að höndla hnossið: mikla mennt-
un, auð, völd, velsæld og hinn mesta andlegan
og veraldlegan frama.
* * *
Við Austur-íslendingar eigurn Vestur-ís-
lendingum margt gott upp að unna. Eigi að-
eins það, að þeir jafnan iiafa brugðizt vel við
þörfum okkar og óskum, þegar eftir var leitað,
heldur hafa þeir og með atgervi sínu og afrek-
um sannað íslenzkan manndóm, mannvit og
mannkosti, og með því varpað ljóma yfir ætt-
jörðina og ættstofninn og styrkt sjálfstraust
okkar, sem á Islandi búum. Okkur iiafa að
sönnu oft fallið í skaut lofsamleg ummæli
merkra erlendra rnanna, sem dá hraðar fram-
farir íslendinga í andlegum og veraldlegum
efnum, og segjast trauðla fá skilið, hvernig svo
fámennri þjóð hafi tekizt að stofnsetja og varð-
veita frjálst menningarríki í svo stóru landi,
þar sem gæðin eru jafn torsótt og lífsbaráttan
jafn hörð og hér, og þó jafnframt getað boðið
þegnum sínum lífskjör sambærileg þeim, sem
102
E D D A