Edda - 01.06.1958, Qupperneq 149
verður að flýta útgáíunni svo, að fyrstu bind-
in geti konrið út á árunum 1959—60. Og síð-
an verði áfram haldið eftir því sem verkið
vinnst og efni fæst.
Til þess að koma verki þessu af stað, hefja
söfnun til fyrstu bindanna og skipuleggja starf-
ið er ráðið, að þrír menn fari nú í sumar vest-
ur um haf og dveljist meðal Vestur-Islendinga
r
í 2—3 mánuði. Verða það auk Arna Bjarnar-
sonar, sem er hvatamaður verksins, þeir síra
Benjamín Kristjánsson, Laugalandi og Stein-
dór Steindórsson, yfirkennari á Akureyri. Ilef-
ir síra Benjamín tekið að sér að búa ritin til
prentunar. Leitað hefir þegar verið samstarfs
við Þjóðræknisfélag Vestur-íslendinga í Ame-
ríku og málið fengið þar hinar beztu undir-
tektir.
Það er auðskilið mál, að framkvæmd öll og
útgáfa slíks ritsafns, sem skipt getur fjölda
binda, hlýtur að verða mjög kostnaðarsöm,
jafnvel skipta milljónum króna. Þess vegna má
segja, að verkið standi og falli með því, að
þegar í upphafi sé unnt að tryggja fjárhags-
legan grundvöll þess. Til þess að svo megi
verða, verður leitað eftir áskriftum við alla þá
fyrst og fremst, sem um verður skrifað í rit-
inu, að þeir gerist áskrifendur að minnsta kosti
að því bindi, sem æviskrá þeirra er í. Þó er það
víst, að meðal þeirra sem skrásettir verða
munu þeir vera margir, einkum af hinu eldra
fólki, ekki sízt því, sem dvelst á elliheimilun-
um vestra, sem naumast getur lagt fé af mörk-
um til bókakaupa. Æviskrár þess fólks verða
engu síður skráðar án nokkurra skuldbindinga
af þeirra hálfu í því trausti, að nógu margir
áskrifendur fáist samt, til þess að verkið fái
horið sig. En ákveðið er að nokkur eintök af
ritsafninu verði send síðan ókeypis til elli-
heimila Islendinga í Bandaríkjunum og Can-
ada.
Af þessu má það vera ljóst, að hvort verk
þetta verður unnið eða ekki, er að mestu leyti
komið undir góðvild og áhuga þeirra manna,
sem það fjallar um. En hitt er líka víst, að
margir eru þeir á íslandi, sem fagna þessu riti,
og því að fá í hendur fræðslu um frændur og
vini sem flutzt hafa vestur um haf en horfið
sjónum þeirra um lengri eða skemmri tíma.
Það er hugmynd og sannfæring hvatamanns
þessa fyrirtækis, Arna Bjarnarsonar, sem einn-
ig ber fjárhagsábyrgð þess, að með þessari
ævisagnaskrá verði ekki einungis skapaður
tengiliður milli íslendinga vestan hafs og aust-
an, heldur verði þarna skráð heimild um menn
af íslenzkum stofni í Ameríku, sem hafi var-
anlegt gildi fyrir sögu þess lands og sýni ótví-
rætt hvern þátt hinn litli íslenzki þjóðstofn
hefir spunnið í líf hinna fjölmennu þjóða þar.
Spurningar
vegna vesfur-íslenzkra ævisagna
1. Fullt nafn og heimilisfang. (Enskt nafn
eða stytting á íslenzku nafni, ef hann eða
hún er kölluð því.)
2. Fæðingardagur og ár.
3. Fæðingarheimili.
4. Foreldrar, staða þeirra, fæðingardagur og
ár. Dánardagur og ár. Hvar búið?
5. Afar og ömmur, störf þeirra og heimili.
6. Skólaganga og próf. Hvenær, hvar og hve
lengi.
7. Atvinna nú og fyrr. (Ef embætti, hvenær
veitt og hvar í landinu.)
8. Helztu trúnaðarstörf og félagsmálastarf-
semi.
E D D A
147