Edda - 01.06.1958, Side 51
myndir og fleira til að prýða húsakynnin. Ég
læt þetta nægja að sinni, en vel væri, ef þessu
máli yrði vaxandi gaumur gefinn og unnið
markvisst að framgangi þess.
Hið annað verkefni, sem ég vildi vekja at-
hygli á hér er skógarreitur Vestur-íslendinga
á Þingvöllum. A það hefur verið minnzt áður
og þegar unnið vel í þágu þess máls. En hér er
um atriði að ræða, sem mér finnst nauðsyn
hera td að efla sem mest. Hugmyndin er raun-
hæf, snjöll og fögur. Hún er raunhæf að því
leyti, að nú er mikill áhugi hér á landi um
skógrækt, og gæti því þessi liður orðið þáttur
í því starfi. Hitt er líka, að margir Vestur-ís-
lendingar fylgjast af miklum áhuga með öllu
hér heima og bera í brjósti sér einlæga ósk um
grózku og framfarir á íslandi. Hér gætu þeir
fengið gott tækifæri til að sýna hug sinn í verki
með því að útvega fræ eða gefa fjárgjafir til
þessa máls. Og fögur er sú lmgmynd, að Vest-
ur-Íslendingar geti með þessu minnzt feðra
sinna og mæðra, með því að vinna að nýjum
gróðri heima á Fróni. Fegurri minnisvarði yrði
vart fundinn en skógarreitur á iielgasta stað
landsins. Þjóðræknisfélagið á íslandi ætti að
vinna að því, að efna til sérstaks dags árlega í
júní, þar sem gestum að vestan, sem árlega
koma nú heim í hópurn, yrði ásamt vanda-
rnönnum þeirra og vinum boðið til Þingvalla
til að gróðursetja plöntur í þessum reit. Gæti
þar og farið fram einhver samkoma til að
fagna gestum félagsins. Reit þennan þarf að
afmarka vel og merkja og helzt nefna viðeig-
andi og táknrænu nafni.
Eg hef hér bent á þessi tvö verkefni í þeirri
von, að þau geti orðið sterkur liður í auknum
viðskiptum og vináttu meðal Islendinga. Bæði
eru þau þess eðlis, að nær yrði náð takmark-
inu með samvinnu vorri. Á báðum stöðum risi
minnisvarði um þá, sem undan fóru og reistu
merki íslendingsins hátt og á báðum stöðum
yrðjr menn minntir á skylduna við söguna og
sameiginlega arfleifð og um leið sú hvatning
að stefna sönnum dyggðum íslenzkum til sig-
urs í hverju góðu máli, hvar sem ella leiðir
landans kunna að liggja. Heill þeirri vináttu
íslendinga, sem í sönnum og hollum verkefn-
um birtist.
FDDA
49