Edda - 01.06.1958, Qupperneq 129
þjóðarbrot í Vesturheimi hefir verið gætt, að
það mun naumast að afbrotamenn eða misferli
við landslög og rétt hafi fundizt í hópi Islend-
inga. Slíkt er fagur vitnisburður um þá menn-
ingu hugans, sem er eitt æðsta aðalsmerki
hvers manns og hverrar þjóðar. Og sennilega
hefir þessi siðræni þegnskapur átt drýgsta þátt-
inn í að skapa íslendingum vestra, þegar frá
Upphafi, virðingu og traust samborgara sinna,
að ógleymdu því, að þeir gengust ótrauðir und-
ir þær skyldur, sem hið nýja þjóðfélag lagði
þeim á herðar, þótt furðu væru þær ólíkar því,
er þeir höfðu vauizt heima fyrir.
Tíðræddast verður oss hér heima þó um hið
íslenzka menningarstarf meðal landanna
vestra. Hefir það birzt á margvíslegan hátt: í
kirkjulegu starfi, félagasamtökum, útgáfu
blaða og tímarita og annarri bókmenntaiðju.
h'ví merkilegra er þetta starf, þegar þess er
gætt, hversu fátt var lærðra manna í hópi vest-
urfaranna. Þeir, sem merkið hófu, voru að
miklu leyti sjálfmenntaðir menn, og þeirra
ineginskóli hafði verið kvöldvökurnar úti á ís-
landi. En menntaþráin var íslendingum í blóð
borin, og mjög er athyglisvert, hversu margir,
þegar á frumbýlingsárunum, brjótast áfram til
niennta. Og við fljótleg kynni virðist það mjög
eftirtektarvert, hversu margt er menntamanna
meðal manna af íslenzkum ættum í Vestur-
heimi, og ekki sízt hversu margir þeirra skipa
kennarastöður jafnt við æðri skóla sem lægri.
Vitanlega eru bókmenntir Vestur-íslendinga
inisjafnar að gæðum, eins og gengur og gerist
hér heima og annars staðar. En bókmenntastarf
þeirra verður dæmt eftir því, sem bezt hefir
nnnið verið, og þá er sýnt, að þeir hafa fylli-
lfcga haldið til jafns við heimaþjóðina, og þarf
ekki að nefna önnur nöfn en Stephan G. Step-
hansson því til sönnunar.
En tímarnir líða. Menntastarf Vestur-Islend-
inga sveigist sífellt meira inn á hið alþjóðlega,
enska svið eins og eðlilegt er, og þá tímans rás
fær enginn stöðvað. Og þegar hafa komið fram
athyglisverðir rithöfundar af íslenzkum stofni,
sem rita á enska tungu, svo og aðrir lista- og
menntamenn. Islenzk tunga á örðugra upp-
dráttar með hverri nýrri kynslóð, sem íæðist,
enda þótt hugurinn sé sami, og hlýjan til lands
forfeðranna geymist.
En höfum vér heimamenn efni á, að láta
tengslin við frændur vora vestan hafs slitna?
Um langan aldur hafa Vestur-íslendingar
auðgað íslenzkt menningarlíf. Og hvað eftir
annað hafa þeir, einkum fyrr á árum rétt
heimaþjóðinni hjálparhönd til að lyfta efna-
legum grettistökum. Og hefir þar hvorttveggja
\erið jafnómetanlegt, hinn efnalegi stuðning-
ur og sá hugux vináttu, er honum fylgdi. Má i
því sambandi nefna stofnun Eimskipafélags Is-
lands. Vitanlega eru Vestur-íslendingar borg-
arar erlendra ríkja, og þar er þeirra heima-
land, og þar vinna þeir störf sín. En ekkert
tálmar þeim að halda við tengslum frændsemi
og vináttu við ættþjóðina á Islandi, og rækja
íslenzkar menningarerfðir. En þá kemur til
kasta vor hér heima, að sýna að vér höfum hug
á að slíku starfi sé fram haldið, og viljum
leggja því lið. Og víst er um það, að til þeirra
hluta ber oss siðferðileg skylda, og á fáu höf-
um vér síður efni en að glata frændsemistengsl-
unum við Vestur-Islendinga. Því ber að fagna
hverju því átaki, sem gert er til að efla and-
legt og efnilegt samband við frændur vora
vestan hafs. Þá frændur, sem með starfi sínu
og framgöngu hafa gert Island stærra.
Víða í íslenzkum byggðum í Ameríku hafa
landnemunum verið reist minnismerki. Eitt hið
sérkennilegasta þeirra er suður í Utah. Það er
líkan af vita, þar sem ljós logar ár og síð, en
frá gosbrunni í fótstalli hans leggur vatnsúða,
EDDA
127