Edda - 01.06.1958, Qupperneq 84
þörfin ein, sem hvatti menn til vesturfarar.
Það var líka ævintýrahugur, sem fylgir
norrænum þjóðum frá upphafi vega.
Vesturfarir Islendinga voru einskonar vík-
ingaferðir undir friðsamlegum kringumstæð-
um. Gáfaður prestur, sem nökkur ár var í
þjónustu íslenzku kirkjunnar í Vesturheimi,
sagði eftir heimkomu sína, að einn af kostun-
um við veáturfarir íslendinga væri sá, að þjóð-
arstofninn hefði með þeim gengið undir erfitt
próf vestan hafs, keppt við margar aðrar þjóð-
ir. Og þetta er alveg rétt, Islendingar, sem
flutt hafa vestur, hafa líka staðizt þetta próf,
það finnur Iiver íslendingur, sem kemur vest-
ur og kynnist aðstæðum. Islendingar í Vestur-
heimi hafa gert sér sjálfum og þjóð sinni og
landi mikla sæmd m^ð framkomu sinni í hinu
nýja landnámi. Flestir þeir Islendingar, sem
fluttu til Ameríku, höfðu með sér lítinn farar-
eyri, en því meiri var rausn þeirra. Því að á
fyrstu árum íslenzkrar byggðar í Ameríku
var það mikill siður landnemanna, að senda
frændum og vinum á Islandi nokkurt fé. Gekk
þeim þar til góðhugur einn, og ræktarsemi við
landið og fólkið, sem háði harða lífsbaráttu.
Voru þessar gjafir því þýðingarmeiri, þar sem
mikið harðæri gekk yfir ísland alllanga
stund eftir að vesturfarir höfðu byrjað. Aldrei
hygg ég, að landar austan hafs hafi beðið
frændur sína í Ameríku um fégjaíir, en þegar
hagur landnemanna Ijatnaði, kom góðhyggja
þeirra fram í þessum aðgerðum, og það oft
meira en efni stóðu til.
Annar þáttur, en nokkuð raunalegur í sam-
skiptum landa yfir hafið, var í sambandi við
kirkjumálin. Vesturfarar voru trúaðir menn
eins og sá stofn, sem þeir voru komnir af, og
þeir fluttu vestur guðsorðabækur og þjóðleg
fræði eftir því sem föng voru til. Margir vest-
urfarar voru þjáðir af heimþrá í hinu fjarlæga
landi. Var þeim þá hinn mesti stuðningur að
hinni þjóðlegu menningu, bókmenntum og
helgiritum lúterskrar kirkju. Tóku landar vest-
an hafs brátt að byggja kirkjur án stuðnings
ríkisvaldsins, og er talið, að þær hafi flestar
orðið nálega 80, dreifðar víða um byggðir,
bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Það var
mikið átak að reisa þessi guðshús og sam-
konmsali fyrir söfnuðina, oft í nánd við kirkj-
urnar eða undir kirkjubyggingunni sjálfri. Þá
voru prestar fengnir, og þeim launað með
frjálsum framlögum safnaðarmanna. Nokkur
skoðana- og skipulagsmunur var á lútersku
kirkjunni austan hafs og vestan. Á Islandi var
kirkjan ríkisstofnun, og prestum goldin laun
af almannafé. Vestan liafs var kirkjan frjáls,
undir forsiá safnaðarmanna, enda kostuð af
þeim. Sumum af skörungum í kirkjumálum
Vestur-Islendinga þótti íslenzka þjóðkirkjan
nokkuð svifasein, og töldu, að heimaprestana
skorti trúarlegan hita í boðun fagnaðarerindis-
ins. Komu upp nokkrar deilur milli leiðtoga
íslenzku þjóðkirkjunnar og fríkirkju landa í
Vesturheimi. Voru þær eingöngu sprottnar af
trúarlegum áhuga. Móðurkirkjan á Islandi
sýndi óþarflega stirfni í skiptum við fríkirkj-
una, svo að um stund varð erfitt að fá lærða
guðfræðinga, til að flytja vestur og starfa við
kirkjur Islendinga í Vesturheimi. Þá voru þau
orð látin falla, að eigi þýddi að biðja um
presta frá íslandi handa söfnuðum, sem ekki
hirtu um skipulag og ræðuflutning eftir kröf-
um íslenzku ríkiskirkjunnar. Var þetta háska-
legur ágreiningur, og ábyrgðin meiri á Aust-
ur-Islendingum. Ef gætt hefði nægilegrar víð-
sýni hjá forystumönnum íslenzku þjóðkirkj-
unnar, mundi þeim ekki hafa dulizt hinn sterki
fórnarvilji landa í Ameríku, og hve mikinn
stuðning þeir veittu kirkjunni, og að hvarvetna
kom fram heitur trúaráhugi í kristnihaldi
82
E D D A