Edda - 01.06.1958, Side 22
blöðunum Lögbergi og Heimskringlu veittur
lítilsháttar styrkur af Alþingi. Þjóðræknisfé-
lagið í Reykjavík hefir einnig veitt tímariti
Þjóðræknisfélagsins nolckra fyrirgreiðslu.
Það er fljótséð af þessu, að löndum vorum
vestra er fullljóst, að íslenzk tunga og hvefs
konar þjóðræknissamtök þar standa og falla
með útgáfu blaða, tímarita og bóka. Hætti
blöð þeirra að koma þar út, munu vart líða
mörg ár, þangað til íslenzk tunga heyrist eklci
lengur í Vesturheimi. Vegna þessarar sann-
færingar sinnar og áhuga á málefninu leggja
þeir á sig þungar byrðar, svo að nema mun
hundruðum þúsunda krónum árlega, til þess
að greiða tekjuhalla útgáfunnar.
Hér heima ber okkur siðferðileg skylda til
að rétta löndum okkar hjálparhönd svo um
muni. „Saga þeirra er saga vor“, og okkur
ætti ekki að vera minna áhugamál en þeim, að
íslendingar vestan hafs glati ekki tungu sinni
og menningararfi forfeðranna og slitni þann-
ig úr öllum tengslum við heimaþjóðina.
Spurningin er einungis, hvernig við getum
hlaupið undir bagga með blöðum þeirra og
tímaritum. Hjálpin getur verið á tvennan hátt:
Að útvega og viðhalda nægilega stórum hóp
skilvísra kaupenda á Islandi, til þess að út-
gáfan sé tryggð, eða að öðrum kosti að Ríkis-
sjóður styrki blöðin með árlegu tillagi, sem
veitt sé á fjárlögum. Ef til vill gætu íslenzk
fyrirtæki eitthvað styrkt blöðin með auglýs-
ingum. Að öllu athuguðu væri fyrsta leiðin
skemmtilegust, og vænlegust til eflingar sam-
starfs frændanna vestan liafs og austan. Lítill
vafi er á, að margir bókamenn vildu kaupa
vestur-íslenzku ritin, ef þeir ættu greiðan að-
gang að þeim, og sala þeirra og dreifing væri
skipulögð og almenn um land allt, líkt og tíðk-
ast með innlend blöð og tímarit. Þess mætti
vænta, að stofnanir og félög, sem vinna í lík-
um anda og samtök þau, er standa að útgáfum
ýmissa ritanna vestra, hefðu forgöngu um út-
breiðslu þeirra hér heima. Þannig gæti t. d.
kirkjan og kirkjuleg samtök stutt að útbreiðslu
Sameiningarinnar og annarra kirkjulegra rita,
Kvenfélagasamband Islands og félög þess
styddi þau rit, er konur vestra gefa út, Ung-
mennafélögin tímarit unga fólksins, Icelandic
Canadians, og vitanlega mundi Þjóðræknisfé-
lagið og deildir þess annast útbreiðslu tíma-
rits Þjóðræknisfélagsins. Þetta er aðeins nefnt
sem dæmi. Aðalatriðið er, að blöðin og tíma-
íitin verði keypt og greidd skilvíslega Iiér
heima. Hver 100 eintök, sem seld eru á ís-
lenzkum markaði eru útgáfunum ómetanlegur
styrkur, sem e. t. v. getur riðið baggamuninn
í þá átt, að útgáfan fái haldið áfram. Það er
fullvíst, að þegar blöð og tímarit hætta að
koma út á íslenzku vestan Iiafs, verður þess
ekki langt að bíða, að „ástkæra ylhýra málið“
gleymist þar. Og ótrúlegt er, að ekki séu
til nægilega margir menn hér heima, sem
leggja vilja fram lítinn skerf, til þess að
hindra að svo fari, ekki sízt, þegar ekki er hér
um fórn að ræða, því að vel má minnast þess,
að hin vestur-íslenzku rit eru flest hin læsileg-
ustu, og sum þeirra a. m. k. í fremstu röð
tímarita á íslenzkri tungu.
28. Bóka- og blaðasendingar héðan til menntastofnana,
skólo, elliheimila, bókasafna o. s. frv. í Islendinga-
byggðum vesfan hafs.
Meðal Vestur-íslendinga eru enn starfandi
ýms lestrarfélög. Þá eiga þeir og þátt í mörg-
um skólum, reka 4 elliheimili, tvö í Canada og
tvö í Bandaríkjunum, og ýmsar aðrar mann-
úðar- og menningarstofnanir. Mikill fengur
væri það í þjóðernisbaráttu íslendinga vestra,
ef bókasöfnum þessara stofnana væri árlega
sent ókeypis eitthvað af ísl. bókum. Því að
20
E D D A