Edda - 01.06.1958, Side 109
íslenzkri nýlendu, í stað þess að dreifast um
mörg og fjarlæg byggðarlög út um alla Canada
og Bandaríkin. Auðvitað var þessi hugsmíð
ekki annað en skýjaborg, því að samgöngu-
erfiðleikar þeirra tíma hefðu gert framkvæmd
hennar lílt eða alls ekki mögulega, enda þótt
inir fyrstu forustumenn hefðu komið auga á
hana.
'K
Víkingaferðirnar dreifðu kröftum ins norr-
æna kynstofns fyrir 1000 árum síðan. Land-
nemarnir á Bretlandseyjum, Normandy og
Sikiley fengu sér konur af innlendum ættum,
lóku upp mál þeirra, liætti og siði, en settu
samt sitt mark á þær þjóðir, sem þeir samlög-
uðust á þennan hátt. Afkomendur þeirra urðu
meira að segja drottnandi stétt í Englandi og
ævintýraþrá og atorka niðja þeirra áttu sinn
þátt í því að gera það land að mesta landnáms-
ríki veraldar. Norður-Ameríka er nú öflugasta
virki andlegs frelsis og einstaklingsframtaks
og hefur því ávaxtað vel þann arf, sem rekja
rná til norrænna víkinga, enda þótt Island yrði
ekki sá milliliður, sem prófessor Toynbee
bendir á, að það hefði getað orðið.
Islendingar vestan haís hafa dreifzt ótrúlega
mikið, því að í flestum fylkjum Norður-Ame-
ríku má finna menn ai íslenzkum uppruna.
Þótt þeir samlagist þar mönnum af öðru þjóð-
erni og semji sig að þarlendum háttum, bera
þeir glögg merki þeirrar menningar, sem for-
feður þeirra heima á Fróni varðveittu á öldum
íátæktar og erlendra yfirráða. Flestum öðrum
fremur hafa þeir lagt áherzlu á að afla börn-
um sínum góðrar menntunar, enda hafa rnörg
þeirra sýnt þann dugnað, sem er þjóðerni
þeirra til varanlegs sóma. Andrés heitinn Daní-
elsson, sá mikli og sanni Islendingur, sagði
mér t. d. frá því, að einn af samþingsmönnum
hans á fylkisþingi Washingtonríkis, skólastjóri
við stóran búnaðar- og húsmæðraskóla, hefði
látið í ljós undrun sína yfir því, að í báðum
nemendafélögunum við skóla hans, sem annað
var fyrir pilta, en hitt fyrir stúlkur, voru Ís-
lendingar formenn og þau tvö voru einu Jslend-
ingarnir, sem sLunduðu nám við skólann, en
liann taldi um 800 nemendur, ef ég man rétt.
A verklegum sviðum og í viðskiptalífinu hafa
margir Islendingar vestan liafs líka sýnt það,
að þeim er kotungsskapurinn fjarri skapi og
að þeir vilja ekki vera eftirbátar annarra.
=!= =1= =1=
r
Islendingar vestan hafs liaía að sumu leyti
varðveitt betur fornar dyggðir þjóðar sinnar
en landarnir heima á Fróni. Hér á landi hefur
sjálfstæðishugsjón aldamótanna víða vikið
íyrir músarholusjónarmiðum flokkshyggjunn-
ar eða uppskrúfuðum þjóðernisrembingi,
blönduðum móðursjúkum ótta við ábyrga þátt-
töku í samstarfi ins frjálsa lieims. Gamla kyn-
sJóðin fann öryggi í trúnni á föðurlega forsjón
Guðs, en margir af yngri kynslóðinni liafa íek-
ið krampakenndu dauðahaldi í úreltar, en of-
siækisfullar, pólitískar kreddukenningar, sem
þeir þora ekki að sleppa, á hverju sem veltur.
Áhyrgðarleysi í fjármálum hefur tekið við af
gætni og skyldurækni. Þessarar óheillavænlegu
hugarfarsbreytingar varð ég ekki var meðal
landa vestra, þar sem meiri festa virðist ríkj-
andi en hér heima. Á þetta einkum við um
Canada, þar sem ensk fastheldni og skozk
nægjusemi eru þjóðlegar dyggðir. íslending-
ar þykja ágætir þegnar í sínu nýja fósturlandi,
þótt þeir séu minnugir uppruna síns og sýni
honum fulla ræktarsemi, meðal annars með ár-
legum Islendingadegi á Gimli. Skotarnir í
Winnipeg lialda líka sinn árlega St. Andrew’s
dag, þótt þeir liafi lifað í nýja heiminum mann
fram af manni, og finnur það enginn þeim til
foráttu. Þegar ég kom að Gimli, var nýlega af-
E D D A
107