Edda - 01.06.1958, Side 93
hann og samstarfsmenn hans nokkuð af skuld
okkar Austur-Islendinga við landa í Vestur-
heimi. Árni hefir nú ákveðið í samráði við
nokkra aðra áhugasama og fjölmenntaða menn
að gefa Vestur-Islendingum kost á að skapa
einstakt ritverk, sem vel mætti heita eftir ís-
lenzkri fyrirmynd, „Hver er maðurinn“. Það
er ráðagerð Árna Bjarnarsonar að fara nú í
sumar víða um Kanada og Bandaríkin með
kunnáttumenn, bæði í bókmenntum og mynda-
gerð og taka ljósmyndir af Vestur-íslending-
um þeim, sem það vilja og safna um leið ævi-
atriðum þeirra eftir heimildum á staðnum.
Síðan yrði þetta verk, myndir og saga Vestur-
íslendinga, gefin út á kostnað þeirra, er leggja
lil efnið og bókin höfð tii sölu, hvar sem Islend-
ingar eiga heima austanhafs eða vestan. Enn
er óséð hversu þessi ráðagerð lánast, en svo
mikið er víst, að hún er studd af ýmsum merk-
um mönnum hérlendis. Þá er nú þegar fullvíst
að margir áhugamenn í Vesturheimi vilja gera
sitt til að reisa þetta nýja Leifs-minnismerki
og í þetta sinn í Vesturheimi. Má segja, að
eins og það er merkilegt, að Bandaríkjaþjóðin
skyldi gefa íslandi hina veglegu mynd af
þeirri íslenzku hetju, sem uppgötvaði Vestur-
heim, þá er það líka hliðstætt fyrirtæki, ef
Árna Bjarnarsyni og félögum hans íekst með
myndum og ævisögum að gefa samtíðarmönn-
um og eftirkomendum varanlega mynd af Is-
lendingum í Vesturheimi urn miðja 20. öldina.
Um leið og ég enda þessar línur vil ég senda
innilega þökk og kveðjur þeim mörgu þúsuud-
um landa í Vesturheimi, sem ég hef haft meiri
eða minni kynni af á lífsleiðinni, og einkum
þó á ferðalagi mínu fyrir 20 árum vestur um
haf. Á þá mynd fellur enginn skuggi í endur-
minningu minni. Landar vestan hafs ásetlu sér
að gera tvennt í senn. Að vera dugandi borg-
arar í nýju landi og bera fána sögulegra minn-
inga frá íslandi hátt, hvar sem þeir dvelja eða
starfa. Hvorttveggja hefur þeim tekizt, svo að
eigi var betur gert. Draumur minn urn hið and-
lega íslenzka ríki hefur ekki rætzt á þann veg,
sem ég hafði búizt við fyrir 20 árum, en hug-
sjónir um andlegt samband allra Islendinga
eru að rætast með öðrum hælli heldur en mig
óraði fyrir þá. Ferðalag Islendinga í slóð Leifs
lieppna vestur um haf hefur orðið sigurganga
fyrir íslenzka kynstoíninn. Sé þeim öllum þökk
og heiður, sem fallnir eru í valinn, og þeim
sem enn lifa og feta í frægðarspor hins vaska
Breiðfirðings, sem uppgötvaði þá merkilegu
heimsálfu, sem fylkir nú liði allra vestrænna
menningarþjóða í baráttunni fyrir frelsi og
hugsjónum menntaðra og drengilegra manna.
Þökk sé ykkur landar í Vesturheimi fyrir þann
þátt, sem þið hafið fyrr og síðar átl í barátt-
unni fyrir íslenzku þjóðerni og frelsishugsjón-
um mannkynsins.
E D D A
91