Edda - 01.06.1958, Síða 90
bjálkahúsum með lítil efni, en eignuðust með
elju, framsýni og samtökum karla og kvenna
stærri og betri búgarða eða álitlegri atvinnu í
bæjunum. Hálfvaxin börn, sem komu að heim-
an eða fæddust á frumbýlisárum landa vestan-
hafs, nutu sér til þroska íslenzk-amerísks upp-
eldis. Þessi ungmenni lærðu íslenzku af for-
eldrum, ömmum og öfum, en ensku í skólan-
um og lífsbaráttu hins nýja lands. Margir þess-
ara manna urðu miklir fremdarmenn vestan-
hafs við lærdómsiðkun, embættisstörf eða at-
hafnir á fjármálasviði, en jafnframt geymdu
þeir í hug sínum móðurmálið og þrótt ís-
lenzkra bókmennta. Þriðja kynslóðin hafði að
sjálfsögðu orðið meira fyrir alhliða áhrifum
hins nýja föðurlands og enskrar menningar, en
þó að þessi kynslóð væri ekki bundin jafn
sterkum tengslum við Island, eins og eldra
fólkið, þá kom fram í orðum og athöfnum hið
íornkveðna „Römm er sú taug er rekka dreg-
ur föðurtúna til“. Sannast þar að þjóðræknis-
kenndin er óbilandi í hinum íslenzka kynþætti
vestan hafs, þó að enska verði móðurmál
þeirra, sem fæðast þar upp. Verður það eilt af
verkefmim komandi ára fyrir Islendinga aust-
anhafs og vestan að styrkja þjóðernisböndin
yfir hafið, þó að móðurmálið sé ekki eitt eins
og á landnámsöldinni.
I erindum mínum vestan hafs hélt ég fram
þeirri líkingu, að íslenzka lýðveldið næði að
vísu ekki nema til fólksins, sem býr í landinu
sjálfu, en þó væri til annað íslenzkt ríki, sem
næði um heim allan, þar sem íslendingar eða
íólk af íslenzkum ættum lifir og starfar. Þetta
kalla ég hið andlega ríki þjóðarinnar.
Eg lét mig dreyma um, að hægt væri að
byggja varanlega andlega brú milli allra Is-
lendinga, hvar sem þeir eru búsettir. Ferð mín
bar nokkurn árangur í þessu efni, en hún var
farin of seint. Mörg tækifæri höfðu verið látin
ónotuð til að byggja brú yfir Atlantsála nulli
Islendinga. Sárast þótti mér, þegar ég skildi tii
fulls, hversu mikið þjóðkirkjunni íslenzku
hefði yfirsézt í skiptum við fríkirkjuna ís-
lenzku í Ameríku. Stundum hafði smávægileg-
ur ágreiningur orðið til meiri háttar sundur-
þykkis yfir hafið. Islenzku þjóðkirkjunni )>ar
að styðja af alefli alla kirkjulega starf-
semi vestan liafs, en framan af árum hafði
kennt kulda í þessu sambýli. Nú er þetta
að vísu breytt. A miðjum stríðstíma fór
biskup íslands, herra Sigurgeir Sigurðs-
son mikla för milli íslendingabyggða vest-
anhafs. Þar kom hann fram sem bróðir og
faðir íslenzku þjóðkirkjunnar, og landar -í
Vesturheimi fundu, að nú höfðu þeir fengið
fulla samúð kirkju móðurlandsins, sem hafði
nú í fyrsta sinn breitt hlýjan móðurarm móti
þúsundum manna, sem höfðu flutt vestur u'm
haf og voru tengdir föstum böndum við ætt-
landið, bæði með trúar- og sögulegum minn-
ingum. Það yrði of langt mál í þessu bréfi að
minnast, eins og vera bæri, þeirra mörgu ynd-
islegu heimila, sem ég heimsótti vestanhafs og
þess glæsilega íslenzka fólks, sem ég kynntist
um lengri eða skemmri tíma. Þar hef ég allt
að þakka.
Eftir að ég var kominn heirn, reyndi ég með
ýmsu móti með mörgum vinum beggja megin
hafsins að vinna að veldi hins andlega íslenzka
ríkis. Ég átti þátt í því vorið 1939 að haldin
var á Þingvöllum þjóðhátíð með svipuðum
hætti eins og samkomur íslendinga að Gimli
og Hnausum. Þar var samúð milli manna og
flokka, en veðrið var kalt og hvasst og spillti
það hátíðarhöldunum. Síðan kom stríðið, og
þá var þessum samkomum ekki haldið áfram,
þó hygg ég, að Fjallkonan, sem keniur nú fram
á hverju vori á þjóðhátíðinni í Reykjavík 17.
júní og flytur ávarp til þjóðarinnar frá svöl-
88
E D D A