Edda - 01.06.1958, Síða 50
írændrækni er ekki nægur grundvöllur nú sem
fyrr um aukin þjóðræknisstörf. Sá þátturinn
er að vísu mikilvægur og meginhvöt samstarfs-
ins, en gerum oss ljóst, að tímarnir eru nú
aðrir. Það hafa orðið þáttaskipti. Nýjar kyn-
sióðir eru komnar fram á sjónarsviðið. Og
þær líta öðrum augum á viðfangsefnin. Hér
verður að treysta ættarböndin á þeim grund-
velli, að íslendingar vestan hafs eru fyrst og
fremst þegnar annarra þjóða. Og ég met það
rnikils, að þeir leggja á það megin áherzlu að
reynast þar nýtir og dugandi menn. Það er
líka óbeint þjónusta við feðralandið og oss hér
heima mikilvægt að eiga slíka fulltrúa. Hitt er
og, að vér Islendingar heima fyrir horfum
vestur öðrum augum en fyrr. I dag þarfnast
heimurinn um fram allt annað vaxandi skiln-
ings og vináttu þjóða í milli. Það er álit mitt,
að sameiginlegur arfur og einkenni allra Is-
lendinga geti enn haft djúp áhrif í þá átt, að
hið bezta meðal þjóðanna beri í skauti sér auk-
inn bróðurlmg manna á meðal. Stefnum nýjum
samskiptum vorum að því mikla marki, að
frændur snúi ])ökum saman í þágu friðar og
farsældar. Mun þá vel fara um málefni vor og
áhugamál.
Ef til vill má nefna tvennt, sem megin mark-
mið samstarfsins meðal Islendinga vestan hafs
og austan. Vér viljum varðveita minningu
hinna gengnu kynslóða í hugum hinna ungu,
en um leið viuna að aukinni kynningu og sam-
starfi núlifandi Islendinga. Ræður og j it, gagn-
kvæmar heimsóknir og samskipti eru alltaf
nauðsynlegir þættir í þessu starfi. Hitt er og,
að margt má gera til að sýna vináttu í verki
með framkvæmdum báðum megin hafsins í
þágu þessa málefnis. I þessari grein vil ég
nefna tvennt, sem áhugi minn hefur vaknað á
og ég held, að séu raunhæf og nytsöm verkefni
samstarfinu til stuðnings. I fyrsta lagi vil ég
uefna byggingu íslendingahúss í Winnipeg.
Þegar hefur verið unnið að þessu máli og
nefnd starfað á vegum Þjóðræknisfélagsins
vestan hafs til að gera tillögur því varðandi.
Nú iná spyrja. Er þetta nauðsynlegt? Og svar-
ið er. Hvað telja menn nauðsynlegt? Þeir, sem
sjá aðeins brýnustu dægurþörf svara hiklaust
neitandi. Islendingar vestan hafs hafa ekki
þörf fyrir neina sérstaka miðstöð, því að svo
eru samtök þeirra fámenn og sundurleit. Vér
hinir, sem viljum horfa á fleiri hliðar málsins
svörum játandi. Islendingum vestan hafs væri
það bæði sómi og um margt þörf, að eiga sitt
„íslenzka beimili“. Svo er enn, að samkomu-
bús þeirra rúma vart stærri samkomur. Bóka-
safn þeirra, minjasafn og arfleifð á sér engan
hæfilegan samastað. Vel væri, að þeir Islend-
ingar, sem koma til Winnipeg gætu snúið sér
til ákveðins staðar með alla fyrirgreiðslu.
Gildir þetta bæði um gesti skammt eða langt að
komna. Winnipeg er mikil miðstöð um ferða-
lög í Canada og þægilegur áningarstaður. Það
gæti komið sér vel og einnig verið skenmitilegt
að reka veitingastofu í þessu húsi, þar sem ís-
lenzkur matur yrði á boðstólum. Tíðkast það
mjög hjá öðrum þjóðum vestra og sr vinsælt.
Þetta, sem nú hefur verið nefnt þykja mér allt
jákvæð rök í þá átt, að íslendingahús sé raun-
hæft verkefni, sem á margan hátt geti komið að
gagni. Fjárhagslega yrði það þung byrði, en
þó ekki óviðráðanleg með réttum undirbún-
ingi. Vel gæti svo verið, að íslenzka kirkjufé-
lagið mundi leggja þessu lið, því að eigi þætti
mér ólíklegt að samræma mætti að einhverju
leyti starfsemi þessara aðilja um húsið, enda
þjóðræknisstarfið oft verið nátengt safnaðar-
starfinu. íslendingar hér heima gætu orðið
þessu máli að liði á ýmsan hátt. Margir mundu
án efa vilja leggja því fjárhagslegan stuðning.
Þá mætti gefa bækur, hljómplötur, minjagripi,
48
E D D A