Edda - 01.06.1958, Side 13
afnota fyrir fslendinga fædda í Ame-
ríku.
3. Sendir verði fyrirlesarar vestur um liaf
og vestur-íslenzkum menningarfrömuð-
um boðið heim árlega.
4. Gerð verði kvikmynd af fslandi nútím-
ans, og hún send til sýningar vestra.
5. Efnt verði til sögulegrar kvikmyndar af
vesturferðum íslendinga á s. I. öld.
6. Landnemar þeir, sem enn eru á lífi
vestan hafs, verði heimsóttir, og samtöl
við þá tekin á segulband.
7. Unnið verði að áframhaldi á ýtarlegri
landnámssögu íslendinga í Vesturheimi.
8. Hafist verði handa um að afrita eða
mynda úr kirkjubókum eða manntals-
skrám vestra, allt það, er snertir Íslend-
inga eða menn af íslenzkum ættum.
9. Hafin verði æviskrárritun íslendinga í
Vesturheimi, bæði þeirra, er vestur
fluttust og afkomenda þeirra, með líku
sniði og Íslenzkar œviskrár. Safnað
verði myndum allra þeirra, er til næst.
10. Gerð verði gangskör að því að safna
handritum Vestur-íslendinga til varan-
legrar geymslu.
11. Komið verði upp sýnishorni af frum-
býlingshúsi í einhverri meginbyggð
Vestur-Íslendinga, og sögulegu minja-
safni.
12. Stuðningur við vestur-íslenzk blöð,
tímarit og bókaútgáfu.
13. Okeypis blaða- og bókaserulingar til
menntastofnana, skóla, ellilieimila o. s.
frv. í byggðum íslendinga í Vestur-
heimi.
14. Send verði árlega jólakveðja til vestur-
íslenzkra barna frá íslenzkum börnum.
15. Stutt verði að stofnun íslenzkra leik-
flokka og söngflokka í borgum og bœj-
um vestra, þar sem Islendingar búa.
16. Fréttaritari fyrir íslenzk blöð og útvarp
starfi vestan hafs.
VIÐSKIPTAMÁL OG FLEIRA
1. Verzlunarfulltrúar og markaðsleitar-
menn verði sendir vestur um haf og leit-
að samvinnu við Vestur-lslendinga í
þeim efnum.
2. Arleg heimilisiðnaðar- og iðnsýning
verði haldin í borgum og bæjum vestan
hafs, og í einhverri af hinum stærstu Is-
lendingabyggðum þar.
r
3. Arleg bóka- og blaðasýning verði hald-
in í Winnipeg og stutt að íslenzkri bóka-
verzlun og bókaútgáfu þar.
4. Íslenzk verzlun verði stofnuð í Winni-
peg og e. t. v. víðar, er hafi íslenzkar
framleiðsluvörur til sölu og sýnis.
5. Leitað verði samstarfs og stuðnings
Vestur-Íslendinga í skógræktarmálum,
t. d. um útvegun trjáfræs og trjáplantna,
og námsdvalir íslenzkra skógræktar-
manna á skógræktarstöðvum vestan
hafs.
6. Þjóðræknisfélög íslendinga vestan hafs
og austan liafi forgöngu um, að greitt
verði fyrir því að Islendingar báðum
megin hafsins geti skipzt á gjafaböggl-
um, einkum fyrir jól og við önnur há-
tíðleg tœkifœri.
ÝMISLEGT
1. Stutt verði að stofnun íslendingahúss í
W innipeg.
2. Auglýst verði eftir tillögum meðal Ís-
lendinga vestan hafs og austan, hvað
gera skuli til aukins samstarfs milli
E D D A
11