Edda - 01.06.1958, Qupperneq 43
íslenzkum öndvegisljóÖum. Þarna eru t. d.
Norðurljós, Messan á Mosfelli, Thúle, Svan-
urinn, Einræður Starkaðar og mörg fleiri af
snilldarkvæðum Einars Benediktssonar, Eloi
Lama Sabahkthani, Einbúi, Vopnahlé og fleira
eftir Stephan G. Stephansson, Allt eins og
blómstrið eina eftir Hallgrím Pétursson o. s.
frv., alls þýðingar á kvæðum eftir um það bil
30 íslenzk skáld, og ekki valið af lakari end-
anum. Sé ég ekki betur en höfundurinn liafi
komizt stórvel frá ljóðaþýðingum þessum,
enda hafa þær vakið verðskuldaða athygli
meðal enskumælandi þjóða. Hér er enn sem
íyrr haldið stuðlum og höfuðstöfum og kveð-
andi allri svo vel, að ég efa að í nokkru veru-
legu verði um bætt. Fyrir þetta afrek ætti Páll
Bjarnason sannarlega skilið að fá stóran ridd-
arakross frá ættjörð sinni sem örlítinn þakk-
lætisvott fyrir það merkilega kynningarstarf,
sem hann hefir unnið á bókmenntum vorum.
Að þýða ljóð á einni tungu á aðra, svo að ekki
glatist yfirbragð eða angan frumkvæðisins er
mikil Herkúlesarþraut. En ég hygg að Páll
hafi komist svo nærri þessu, sem frekast verð-
ur vænzt, þegar jafnframt er leitast við að
þýða eins nákvæmt að efni og formi sem hann
gerir.
Vernlegur hluti íslenzka kvæðasafnsins
Fleygar eru einnig þýðingar, en hér eru það
þýðingar á erlendum öndvegisljóðum á ís-
lenzka tungu. Ekki er lteldur tekið af lakari
endanum í þessu efni. Hér eru þýðingar á
Rubáiyát eftir Ornar Kháyyám, Grafreitnum
eftir Thomas Gray, Fanganum í Reading eftir
Oscar Wilde, Óði lífsins eftir Longfellow, og
mörgum fleiri ljóðum, sem ýmsir hafa spreytt
sig við, og sóma þessar þýðingar allar sér vel
hjá Páli, auk margra annarra þýðinga, sem
vandvirkninslega eru af höndum leystar.
I frumkveðnum ljóðum hans bregður stund-
um fyrir stirðlegum orðatiltækjum, sem af-
sakast af því, að höfundurinn er fæddur vestan
hafs. Auk þess hefir hann auðsjáanlega þaul-
lesið Stephan G. Stephansson og mótast af
hugrenningum hans og orðbragði, eins því sem
stirt er og hinu sem snjallt er. Stephan og Þor-
steinn Erlingsson virðast vera hans andlegn
lærimeistarar, og er félagsskapurinn vissulega
góður, enda þótt þessum hreinskilnu og sann-
leikselskandi sálum gæti missýnzt sem öðrum
dauðlegum mönnum. Til dæmis höfðu þeir svo
mikla ömun á lútherskum kristindómí, að þeir
töldu sig andvíga öllum trúarbrögðum, og
h.éldu að mannkynið þyrfti ekki annað en vís-
indi til að geta lifað farsællega. Þeir skildu
það ekki, að þrátt fyrir allt er það trúin, sem
flytur fjöll, allir hljóta að trúa einhverju, og
þá er hetra að hafa spámann eins og Krist
fyrir sinn leiðtoga en falsspámenn í sauðar-
gærum, sem hið innra eru glefsandi vargar.
Ekki má kenna Kristi um ýmsar kreddur og
misskilning síðari tíma manna, enda eru þær
s'umar hverjar tiltölulega meinlausar hjá sið-
lausri heimspeki margra þeirra falsspámanna,
sem glapið hafa dómgreind ýmissa þeirra, sem
haldið hafa sig frjálslynda og villzt hafa burt
írá kristindóminum. Hafa slíkar sálir iðulega
lent inni í þrældómshúsi hins alþjóðlega
kommúnisma, þar sem blekkingar eru þjóð-
nýttar, og einstaklingurinn kaghýddur af
þröngsýnum böðlum miskunnarlausra harð-
stjóra, sem ekki ná upp í nefið á sér fyrir póli-
tísku trúarofstæki. Hefir þá síðari villan orðið
síórum verri hinni fyrri, þegar svo tekst til.
Sannleikselskandi menn mega ekki vera
neinum háðir, en kunna samt að trúa af viti,
og til þess treysti ég Páli vel. Manni finnast
frumkveðin ljóð hans stundum samanrekin
meir af mannviti en tilfinningum. En einhvers
staðar á hann þær þó til, enda þótt hann láti
EDDA
41