Edda - 01.06.1958, Qupperneq 100
Ólafur Sigurðssora,
óðalsbóndi, Hellulandi:
Ameríkuferðirnar
Vinur minn, Árni Bjarnarson, bókaútgef-
andi á Akureyri hefur beðið mig að skrifa
fáeinar línur um Ameríkuferðir Islendinga.
A bernsku- og unglingsárum mínum voru
Ameríkuferðirnar hvað mestar héðan úr
Skagafirði. Heyrði ég mikið um þær talað, og
man fullvel skoðanir margra þeirra, er heima
sátu, á þessum fólksstraum til Ameríku, eins
og það var kallað. Aldrei var gerður greinar-
munur á, hvort farið var til Kanada eða Banda-
rikjanna.
Allur blær á þessu umtali var heldur kald-
ur, og litið var á Ameríkufarana eins og hálf-
gerða ráðleysingja, en oft var bætt við í vor-
kunnarskyni: „Enda var býlið, sem aumingj-
arnir líjuggu á reglulegur kotrass, húsalaust
að kalla, engjarýrt og túnkraginn fóðraði
varla eina kú, og þar að auki var það mesta
ágangsskinn fyrir búpeningi annarra.“
En svo var líka litið á sumt af fólkinu, sem
væri það landhreinsun, að það kæmist til Ame-
ríku. Ekki var það óalgengt, að hreppsnefndir
Olajur SigurSsson.
lögðu allþung útsvör á bændur, lil að kosta
fátæk hjón með stóran barnahóp til Ameríku
af ótta við, að þau mundu valda hreppsþyngsl-
um.
Nokkru fyrir aldamót vorn allmargar fjöl-
skyldur kostaðar sama árið vestur um haf úr
einum hreppi í Skagafirði. Varð hreppsnefnd-
in þá að jafna niður ferföldu venjulegu út-
svari, og gildasta bóndanum í sveitinni var þá
gert að greiða 400 krónur í útsvar, en það
mun láta nærri að hafa verið 6 kýrverð á þeim
tíma.
Onnur ástæðan en hræðsla við sveitar-
þyngslin var sú, að mörgum góðbóndanum lék
liugur á að fá kotið, sem fjölskyldumaðurinn
fiutti af, til slægna og beitar með bújörð sinni.
Þá fóru allmargir fjölskyldufeður vestur af
því, að jarðnæði var alls ekki að fá. Fyrir
jtessum mönnum lá ekkert annað en vinnu-
mennska og æði oft þannig, að hjónin urðu að
skilja, verða vinnuhjú Itvort á sínum bæ með
eitt barn hvort á kaupi sínu, en koma hinum
98
E D D A