Edda - 01.06.1958, Síða 32
íélagsins, eins og kunnugt er. Nú er hér kominn
séra Harald Sigmar, bróðir lians, með konu
sína og íjögur börn. Er hann kennari við guð-
fræðideildina í stað Þóris Kr. Þórðarsonar
prófessors, seni nú er kennari í guðfræði í
Chicago.
Loks er á síðustu árum aftur endurvakin
sagan um unga presta eða guðfræðikandídata,
sem taka vígslu og hefja prestsstörf vestra, en
hverfa svo aftur til Islands innan skamms tíma.
Má þar til nefna séra Robert Jack og séra
Braga Friðriksson.
IX.
Hvað er nú af þessari sögu að læra?
Eg hefi heyrt því haldið fram, að ekkert
gagn sé að því að stunda sögu, því að hún
endurtaki sig aldrei. En eigi er það í samhljóð-
an við orð prédikarans, að ekkert sé nýtt undir
sólinni. Og enda þótt ekkert gerist aftur í
þröngri bókstafsmerkingu, þá eru sömu lögmál
ríkjandi í framtíð og fortíð.
Við sktilum athuga vel þau spor, er liggja
fram til vaxandi samstarfs að kristindómsmál-
um, leitast við að- feta þau og herða gönguna,
minnugir orðtaksins: Það skal fram, sem íram
horfir meðan rétt liorfir.
1. Komum á reglubundnum prestaskiptum
yjir hafið eitt og eitt ár í senn. Kostnaður af
því af hálfu hins opinbera á ekki að þurfa
að vera annar en ferðakostnaðurinn. í hann
má ekki horfa, því að fátt mun treysta bönd-
in betur í milli Islendinga báðum megin
hafsins.
2 Ungir guðfrœðingar af Islandi gjörist prest-
ar vestan hafs. Prestaekla fer minnkandi hér
heima á síðustu árum, svo að við erum
fremur aflögufærir en fyrr. Varla má gjöra
ráð fyrir langri prestsþjónustu yfirleitt
vestra af hendi þessara manna. En „er á
meðan er“, og starfsárin vestra geta orðið
ágætur undirbúningur undir athafnaríka
prestsæfi austan hafs.
3. Guðfræðingar héðan stundi framhaldsnám
við beztu guðfræðiháskóla vestan hafs, og
guðfrœðingar að vestan við háskóla okkar.
Þetta á að verða miklu léttara en áður við
vaxandi styrki, og má í þeiin efnum vænta
mikils af félaginu nýstofnaða Canada-
ísland.
4. Hvers konar viðleitni verði studd til varð-
veizlu heimilda að kristnisögu Vestur-ís-
lendinga.
5. Tímaritin, Kirkjuritið og Sameiningin,
verði útbreidd miklu meira báðum megin
hafsins. Styrki íslenzka ríkið, ef þörf gerist.
6 Arlega verði haldið uppi skipulegum hóp-
ferðum Islendinga yfir hafið með hagkvæm-
um samningi við jiugjélögin.
Það er haft eftir Sveini Björnssyni forseta
íslands, að hann hafi ekki vitað, hve ísland var
stórt, fyrr en hann kom til Vesturheims. íslend-
iíigabyggðirnar vestra voru honum eins og
hluti af Islandi. Eg vildi óska, að þetta sjónar-
mið mætti ríkja með okkur öllum.
Við komuna til minna mörgu vina í Vestur-
heimi síðastliðið sumar minnist ég einkum
orða Krists: Allir eiga þeir að vera eitt.
Já, allir eitt í starfi fyrir kristindóminn
austan hafs og vestan.
Vandi lífsins er að sjá það spor, sem á að
stíga — og stíga það.
Svo styrki oss Guð giftu.
30
E D D A